Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31653
Ritgerð þessi fjallar um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð þegar andlát ber að garði en óvígð sambúð virðist vera að færast í aukana sem sambúðarform og ætla má að flestir séu í óvígðri sambúð einhvern tíma á lífsleiðinni. Þó svo að óvígð sambúð hafi aukist á síðustu árum og fjölskyldumynstrið samhliða því þá hafa bæði hjúskaparlöggjöfin sem og erfðalögin tekið lítið tillit til þess. Samt sem áður eru á víð og dreif í löggjöfinni ákvæði sem tryggja réttindi aðila í óvígðri sambúð og leggja hana að jöfnu við hjúskap, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Fjallað verður hér almennt um óvígða sambúð, þá bæði hugtakið og mismunandi form hennar en mikilvægt er að skoða bæði hverjir það eru sem velja að vera í óvígðri sambúð og af hverju. Einnig verður farið yfir réttaráhrif sambúðarinnar og muninn á því og að vera í hjónabandi en margir gera sér ekki grein fyrir þeim réttindum sem þeir fara á mis við við það eitt að vera ekki giftir.
Þungamiðja ritgerðarinnar er svo erfðaréttur langlífari maka í óvígðri sambúð en farið verður yfir hverjir falla undir það að vera lögerfingjar hins látna, að hversu miklu má arfleiða og hvaða réttindi eftirlifandi maki hefur. Fjallað verður um réttarstöðuna á hinum Norðurlöndunum en þegar erfðalögin nr. 8/1962 voru sett var það uppskera mikillar samvinnu á Norðurlöndunum. Því er gagnlegt að skoða hvernig erfðalögin þar eru í dag og hvernig eða hvort þau taki einnig til maka í óvígðri sambúð.
Að lokum verður svo reynt að svara þeirri spurningu hvort hægt sé að tryggja erfðarétt langlífari sambúðarmaka nægilega vel með erfðaskrá eða hvort þörf sé á breytingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 128.1 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
BA-ritgerð-LokaeintakRH.pdf | 390.77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |