is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31658

Titill: 
 • Þörf fyrir foreldrafræðslu : sjónarhorn starfsfólks í leikskólum
 • Titill er á ensku Need for parent education : perspectives of preschool workers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun leikskólastarfsfólks á þörf fyrir fræðslu og stuðning í uppeldinu meðal foreldra barna á leikskólaaldri. Rannsókninni er ætlað að leggja mat á þörf foreldra fyrir fræðslu og stuðning í uppeldinu, hvaða viðfangsefni foreldrar þurfa helst fræðslu um og hvert sé hlutverk leikskólans í þessu samhengi.
  Mikill þroski og breytingar eiga sér stað hjá börnum á leikskólaaldri (2-5 ára) en foreldrum ber að gæta hagsmuna þeirra og veita þeim öryggi og umönnun sem styður við þroska, heilsu og vellíðan. Hérlendis eru yfir 90% barna á þessum aldri í leikskóla og foreldrar og börn í daglegum samskiptum við leikskólastarfsfólk. Því er mikilvægt að kanna upplifun starfsfólks í leikskólum af fræðslu og stuðningi við foreldra. Lítið hefur verið um rannsóknir á þörf fyrir fræðslu fyrir foreldra hér á landi og er þessi rannsókn með þeim fyrstu sem taka mið af upplifun fagaðila sem vinna með foreldrum og börnum.
  Spurningalisti var sendur á 1477 starfsmenn í 68 leikskólum um land allt en svör bárust frá 520 manns. Notast var við lýsandi tölfræði og fylgni til þess að varpa ljósi á niðurstöður. Niðurstöður bentu til þess að leikskólinn sinni að einhverju leyti fræðslu og stuðningi við foreldra í uppeldinu. Jafnframt bentu þær til þess að þörf væri á auknu framboði af fræðslu og stuðning við foreldra í uppeldinu. Fræðsla um agamál, þroska, svefn og almenn fræðslu um uppeldi virðast vera brýnust að mati þátttakenda. Í ljósi þess að foreldrar leita eftir ráðum til leikskólastarfsfólks, gæti fræðsla og stuðningur sem veittur er í samstarfi við leikskóla verið góður kostur.
  Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar megi nýtast við stefnumótun foreldrafræðslu, að þær geti stutt nýja fagstétt foreldrafræðara í starfi og þar með nýst foreldrum og börnum. Frekari rannsókna á þessu sviði er þörf, ekki síst rannsókna á upplifun foreldra.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to examine the perspective of preschool staff on the need for additional support and education for parents of preschool children in Iceland. This research aims to evaluate the current status of support and parent education in Iceland, whether there is need for improvements, how improvements could be made and what role the preschools play in this context.
  It is clear that children go through a lot of development between the ages of 2-5 years old and that parents play an important role in supporting that development and providing care. In Iceland, over 90% of children at this age go to preschool and preschool staff works closely with parents and children. Therefor it is important to understand preschool staffs‘ experience with parent education and support. Few
  researches have explored the need for additional parent education in Iceland and the study reported here is among the first ones to take the perspectives of professionals working with parents and children into account.
  A questionnaire was sent to 1477 individuals working in 68 different preschools in Iceland. Of those, 520 individuals provided answers. Results are reported using descriptive statistics and correlations. The results not only confirmed that preschool staff members often advise parents on parenting but also revealed that parents require greater access to professional support and education, especially regarding especially regarding limit setting, child development, sleep and on parenting in general. Since parents are currently looking to preschool staff for advise on parenting, parent education and support provided in cooperation with preschools could have great potential.
  The results reported in this study could have important value for organization and development of parent education as well as supporting new professional parent educators in their work and in this way serve parents and children. The results should also motivate further research on the topic, especially regarding parents‘ experience and status.

Samþykkt: 
 • 16.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thora_Palmarsd_meginmal.pdf1.49 MBLokaður til...30.06.2022HeildartextiPDF
viðaukar2018.pdf846.31 kBLokaðurViðaukiPDF
Viðauki Skemma.pdf545.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF