is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31664

Titill: 
  • Samanburður á andlegri færni meðal íþróttamanna í MMA og boltaíþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort og þá hvar munur liggur í sálfræðilegri færni, andlegum styrk og keppniskvíða á milli MMA bardagamanna annars vegar og boltaíþróttamanna hins vegar. Megindlegri aðferðarfræði var beitt við gagnaöflun þar sem þátttakendur svöruðu þremur stöðluðum spurningalistum; TOPS, SMTQ og SAS-2. Þátttakendur voru 16 iðkendur í MMA, úr keppnishópi Mjölnis. Niðurstöður voru bornar saman við fyrirliggjandi gögn frá 279 landsliðsmönnum í boltaíþróttum (fótbolta, handbolta og körfubolta). Niðurstöður benda til að MMA íþróttamenn séu færari í að nýta sér skynmyndir heldur en boltaíþróttamenn. Boltaíþróttamenn virðast hins vegar færari í að viðhalda virkni í keppni og finna síður fyrir líkamlegum kvíða. Einnig renna niðurstöður stoðum undir fyrri rannsóknir sem sýna að andleg færni íþróttamanns tengist árangri hans í íþróttinni. Í þessu samhengi skoraði MMA-A hópur hærra en MMAB hópur á þremur þáttum sálfræðilegrar færni og andlegum styrkleikla. MMA-A mældist með minni keppniskvíða en MMA-B. Helstu ályktanir eru að skynmyndun sé viðurkenndari þjálfunaraðferð í MMA heldur en í boltaíþróttum og að sálfræðleg færni tengist reynslu íþróttamannsins.

Samþykkt: 
  • 22.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. Samanburður á andlegri færni meðal íþróttamanna í MMA og boltaíþróttum.pdf417.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna