is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31670

Titill: 
  • "Virðing er mikilvæg svo báðum aðilum líði vel" : eigindleg rannsókn á kynheilbrigði meðal ungra karlmanna
  • Titill er á ensku „Respect is important for wellbeing of both partners“ : qualitative study of sexual and reproductive health among young men
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samfélagið gerir kröfur til ungra karlmanna um karlmannlega framkomu í tengslum við kynlíf. Í gegnum tíðina hefur verið lögð meiri áhersla á kynheilsu kvenna og í lok árs 2017 skiluðu konur skömminni og deildu reynslu sinni af óviðeigandi hegðun karlmanna. Þá eru íslensk ungmenni að stunda áhættusama kynhegðun í meira mæli en önnur ungmenni á Norðurlöndunum. Í ljósi þessara staðreynda er verðugt að öðlast betri skilning á viðhorfum ungra karlmanna til kynheilbrigðis. Tilgangur rannsóknarinnar er því að kalla eftir sýn ungra karlmanna til kynheilbrigðis. Stuðst var við eigindlega aðferðafræði með fyrirbærafræðilegri nálgun. Tekin voru sex hálfopin djúpviðtöl við unga karlmenn á aldrinum 18 til 21. Gögnin voru greind með þemagreiningu Braun og Clarke (2006; 2013). Komu fram þrjú þemu: „Ég sem kynvera“; „Samskipti í kynferðislegu sambandi“ og „Hið stærra samhengi“. Þá greindust tólf undirþemu. Meginniðurstöður gefa til kynna að þátt¬takendur kalla eftir aukinni fræðslu og vinnu með ungu fólki um kynheilbrigði. Þeir töldu jafningjaþrýsting á unglingsárum hafa áhrif á kynlíf ungra karlmanna og viðhorf þeirra til þess. Innan jafningjahópa væri krafa til ungra karlmanna um að þeir sýndu karlmennsku í kynlífi en innan hópanna vilja allir öðlast virðingu og félagslegt samþykki vina sinna. Viðmið um kynhegðun og framkomu komi alls staðar að úr samfélaginu en klámið telja þeir að hafi mestu áhrif á kynlíf ungra karlmanna. Þátttakendur voru sammála um að ábyrgð og virðing væru lykilþættir í góðu kynlífi, eins og það að fá samþykki frá báðum aðilum. Þátttakendur nefndu að tjáskipti og öryggi í kynlífi kæmi með reynslunni, menn væru óöryggir í byrjun og þyrftu að reka sig á, því þeir hefðu hvorki fengið þjálfun í að ræða um kynlíf né nægilega fræðslu um kynlíf og tjáskipti í kynlífi. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þarf kynfræðsla að vera heildstæð, markviss og skapa ungu fólki vettvang þar sem það fær jafnframt tækifæri til að ræða um kynlíf, með það í huga að hlúa að aukinni vellíðan í samlífi; andlega, líkamlega og félagslega. Það er hagur einstaklinga og samfélagsins að svara þessu ákalli. Þannig megi hlúa að velferð borgaranna og lýðheilsu þjóðar.

  • Útdráttur er á ensku

    The society is making demands on young men regarding masculine sexual behaviour. Over the years there has been more emphasis placed on females‘ sexual health and the #MeToo movement has also convayed the womens‘ perspectives. Furthermore, Icelandic adolescents are engaging in more risky sexual behaviour than young people in the other Nordic countries. In view of these facts it is important to understand better the attitudes of young men toward sexual and reproductive health. The purpose of this study is therefore to gain young mens‘ perspectives towards sexual and reproductive health. A phenomenological approach was used in this qualitative study. Semi-structured in-depth interviews were conducted with six young men in the age group 18 to 21. Data analysis was based on the work by Braun and Clarke (2006; 2013). The thematic analysis revealed three themes: Me as a sexual being; Communication in sexual relationships and The bigger pictures and twelve subthemes. The main results revealed that the participants were requesting for more education and trainging about sexual and reproductive health and for young people. The participants expressed that during the teen years peer pressure affected their sexual health and their perspective to it. Within peer groups there are messages to young men to behave in a masculine way in their sexual lives and within the group every young man want‘s to gain respect and social acceptance from their friends. Also, the society is sending young men messages about sexual behaviour but they consider that pornography has the greatest impact. All the participants agreed that responsibility and respect are key factors for pleasurable sex, such as obtaining consent from both partners. They had the impression that communication and self-confidence in sex comes with experience, young men are insecure in the beginning and they need to learn from the experience because they have neither any training in discussing sexual issues nor have they been informed about sexuality and how to communicate about sexual issues. The sexuality education needs to be comprehensive and goal-oriented, creating the forum for young people to discuss sexual issues in order to foster their wellbeing; mentally, physically, and socially. It is essential for the benefit of individuals and society to answer this call; thus, contributing to the wellbeing of citizens and public health.

Samþykkt: 
  • 23.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_LoaGudrun.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.skemman_LoaGudrun.pdf426.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF