is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31672

Titill: 
 • „Hún var rosalega svona hlédrægur krakki og hún hafði rosalega gott af þessari stefnu“ : sýn tíu mæðra leikskólabarna á verkefnið Leiðtoginn í mér
 • Titill er á ensku „She was a very shy kid and this ideology was very helpful to her“ : the view of ten preschool children's mothers on The leader in me
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessu meistaraverkefni er fjallað um skólaþróunarverkefnið Leiðtoginn í mér. Hugmyndafræði verkefnisins er sett sérstaklega í samhengi við félags- og tilfinningaþroska barna og mikilvægi foreldrasamstarfs í leikskólum. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og skilning foreldra á verkefninu og hugmyndafræðinni sem liggur að baki. Lagðar voru fram þrjár rannsóknarspurningar:
  • Hvernig og með hvaða hætti er upplýsingum um verkefnið Leiðtoginn í mér miðlað til foreldra?
  • Hver er reynsla og skilningur foreldra á verkefninu Leiðtoginn í mér?
  • Hvernig er staðið að samstarfi við foreldra um verkefnið Leiðtoginn í mér?
  Við rannsóknina var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt þar sem tekin voru hálf opin viðtöl við tíu mæður í fjórum leikskólum sem starfa eftir hugmyndafræði Leiðtogans í mér. Auk þess var skriflegum upplýsingum um innleiðingarferli og upplýsingamiðlun til foreldra safnað frá skólastjórum þessara fjögurra leikskóla. Helstu niðurstöður eru þær að mæðurnar voru allar meðvitaðar um að leikskóli barna þeirra starfaði eftir hugmyndafræðinni um Leiðtogann í mér og því virtust helstu upplýsingar um verkefnið skila sér til þeirra. Þær voru flestar jákvæðar gagnvart leikskólastarfinu almennt en reynsla þeirra og upplifun af hugmyndafræðinni var hins vegar mis mikil. Flestar mæðurnar töldu verkefnið Leiðtoginn í mér fela í sér góð gildi sem samræmdust uppeldisáherslum þeirra þrátt fyrir að margar þeirra teldu sig ekki geta unnið beint með verkefnið heima fyrir sökum þekkingarleysis. Slíkt bendir til að betri upplýsingar vanti um verkefnið og hvernig hægt er að vinna með það með börnunum. Í ljós kom að tölvupóstur er stór þáttur í upplýsingagjöf til foreldra auk þess sem óformlegt spjall við starfsfólk leikskólanna lék stórt hlutverk í upplýsingagjöf milli leikskóla og heimila. Með óformlegu spjalli fengu mæðurnar helstu upplýsingar um það sem fram fór innan leikskólans yfir daginn og um líðan þeirra barna.
  Lærdómurinn af þessu verkefni er sá að upplýsingar frá leikskólum um Leiðtogann í mér virðast oft vera of fræðilegar en ekki nægilega hagnýtar. Þátttaka foreldra í verkefninu Leiðtoginn í mér virðist ekki nægileg því að hluti mæðranna taldi að foreldrar þyrftu að vera upplýstari og eiga meiri hlutdeild í hugmyndafræðinni.

 • Útdráttur er á ensku

  This masters thesis is about the school development ideology The leader in me which is put together with an emphasis on social- emotional development and the importance of parent and preschool partnership. The aim of the thesis was to shed light on parent‘s experience and understanding on the concept and the ideology that lies behind it. Three research questions were put forward:
  • How and in what way are information about The leader in me given to parents?
  • What is the experience and understanding of parents on The leader in me ideology?
  • How is the parent and preschool partnership implemented?
  In the research qualitative method was used by taking semi-structured interviews with ten mothers on four different preschools that all practice the ideology of The leader in me. Written information on how the ideology was introduced to parents and put forward was also gathered from the principles of the four preschools. The main results are that all of the mothers were aware of their preschool‘s practice of this ideology so it seems that all the vital information on the ideology reaches them. Most of them were positive towards the preschool‘s general work but their experience of the ideology was different. Most of the participants believed that The leader in me carries good values that rhyme well with their emphasis in their upbringing although many of them did not believe that they could use the ideology at home due to lack of knowledge. That suggests that better information is needed on the ideology and how it can be used to work with the children. The results of this research also show that in preschool and parents partnership, e-mails play a vital role when it comes to passing on information. Informal conversations between staff members and parents are also very important to the partnership. With these informal conversations the participents in the study got all the needed information on what was happening in the preschool over the day and on their children‘s feelings and state.
  The lesson to be drawn from this thesis is that information from the preschools on The leader in me often seem to be too theoretic and not practicle enough. The parents participation on The leader in me seems to be insufficient, some of the participants in the study believed that parents needed to be more informed and more a part of the ideology.

Samþykkt: 
 • 24.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AðalheiðurKristjánsdóttirLokaskil.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf177.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF