is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31674

Titill: 
 • Eftirsóttasti minnihlutahópurinn? : fyrstu mánuðir kennslukarla í starfi
 • Titill er á ensku The most sought after minority group? : men teachers in their first semester of compulsory school teaching
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið með rannsókninni var að athuga hvernig nýbrautskráðum kennslukörlum gengur þegar út á vettvang í grunnskóla er komið. Mikið hefur verið ritað og rannsakað um nýliðun í kennarastétt en minna um hvaða áhrif kyn nýbrautskráðra kennara getur haft á starfið. Körlum í kennarastétt hefur fækkað á undanförnum árum og eru þeir í dag í miklum minnihluta í hópi grunnskólakennara.
  Í ritgerðinni er fjórum kennslukörlum fylgt eftir fyrstu sex mánuðina í starfi í grunnskóla. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin þrjú viðtöl við hvern þeirra í ferlinu. Niðurstöður gefa til kynna að nýbrautskráðu kennslukörlunum hafi liðið vel þegar út á vettvang var komið og þeir töldu að þeim hefði gengið vel að stíga sín fyrstu skref í starfinu. Einstaka þættir/uppákomur í starfinu má túlka sem svo að kyn þeirra hafi haft áhrif á starf þeirra. Þetta voru þættir sem má flokka sem jákvæða upplifun og taldi einn að hægt væri að tala um þá sem eftirsóknarverðan minnihlutahóp. Þátttakendum fannst á hinn bóginn leiðsögnin á vettvangi hafa verið minni en þeir bjuggust við.
  Efni ritgerðarinnar er mikilvægt að mati höfundar í ljósi þess hversu fáir karlar sækja um kennaranám. Viðmælendur þvertóku þó fyrir að kennarastarfið væri kvennastarf fremur en karlastarf í eðli sínu og töldu allir nauðsynlegt að kennarahópurinn væri álíka fjölbreyttur og nemendahópurinn. Þá er rétt að leggja áherslu á að nýbrautskráðir kennarar fái gott utanumhald og góða leiðsögn því þrátt fyrir að vera útskrifaðir eru þeir enn að læra á starfið.
  Höfundur vill með ritgerðinni leggja lóð á vogarskálar til þess að efla áhuga ungra karla til að þeir sækist eftir starfi grunnskólakennara. Viðtölin við hina nýbrautskráðu kennslukarla gefa til kynna að þeir telji starfið henta jafnvel konum og körlum.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the study was to check how well newly-graduated teachers are prepared for the field. Much has been written and researched about recruitment in teacher education, but scant research has been conducted on anything relating to the gender of teachers who graduate. The number of male teachers in the profession has declined in recent years and today they are very much in the minority.
  In the paper, four teachers are observed in their first six months of work. The method of research was qualitative and three interviews were conducted with each of the participants. The results showed that the newly-graduated male teachers felt good when entering the field, and thought taking the first steps was going well. The newly graduated became aware of some aspects relating to their gender, but all of this would be classified as a positive experience; one participant mentioned that they belonged to a desirable minority group. The participants, however, felt there was less guidance out in the field than they had anticipated.
  In the author’s opinion, the content of the dissertation is important, given the fact that few men attend the teacher education program. The interviewees strongly opposed the view that the teaching profession is in its nature particularly suited to women, and everyone thought the teacher group should be as diverse as the student group. It is important for newly-graduated teachers to receive proper care and guidance, because despite being graduated they are still learning the ins and outs of the profession.
  The author hopes the study will show young males that they need not hesitate to apply for a teaching job, as the interviews with the newly-graduated teachers indicate the teaching profession is equally well suited to both males and females.

Samþykkt: 
 • 24.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ARO M.ed.pdf763.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmu.pdf252.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF