is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31676

Titill: 
 • Læsi í leikskólum Árborgar : hvernig bernskulæsi í leikskólum getur undirbúið nemendur fyrir lestrarnám
 • Titill er á ensku Emergent literacy in Árborg‘s preschools : how emergent literacy can prepare students for formal reading instruction
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að leitast við að leggja mat á hvernig starfsfólki fjögurra leikskóla í Árborg hafi tekist að innleiða vinnu að bernskulæsi meðal nemenda og hvort sú vinna hafi haft áhrif á undirbúning þeirra fyrir lestrarnám í 1. bekk. Umræða um læsi hefur verið nokkuð fyrirferðarmikil að undanförnu og ekki síst í tengslum við slakan árangur íslenskra grunnskólanemenda í svonefndri PISA könnun en það er helst lesskilningurinn sem fer dvínandi með árunum. Til þess að tileinka sér lestur þarf einstaklingurinn að þróa með sér ýmsa færni áður en formlegt lestrarnám hefst. Á leikskólaárunum er unnið að því að styrkja bernskulæsi nemenda og þannig lagður grunnur að lestrarnámi þeirra í grunnskóla. Bernskulæsi felur í sér undirstöðuþætti lestrarnáms, svo sem færni í hljóðkerfisvitund, málskilningi, hlustunarskilningi, orðaforða, stafaþekkingu, þekkingu á hljóðum bókstafa, ritun bókstafa og frásagnarhæfni. Í rannsókninni var skoðað hvort það ílag sem leikskólar í Árborg framkvæmdu með þátttöku sinni í þróunarverkefninu „Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar“ skólaárið 2014 – 2015, hafi skilað hæfari nemendum í 1. bekk hvað undirbúning lestrarnáms varðar og hvernig vinna með bernskulæsi miðar í leikskólunum, þremur árum eftir þátttöku þeirra í þróunarverkefninu. Beitt var bæði megindlegum og eigindlegum aðferðum. Tekin voru viðtöl við nokkra deildarstjóra í fjórum leikskólum í Árborg, spurningakönnun lögð fyrir kennara í 1. bekk og sérkennara í tveimur stærstu grunnskólum Árborgar og skoðaðar niðurstöður úr Lesskimun frá árunum 2013-2017. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nemendur í 1. bekk ná betri árangri í Lesskimun tveimur árum eftir að þróunarverkefninu lauk, leikskólakennarar eru meðvitaðri en áður um mikilvægi bernskulæsis og læsiskennsla í leikskólunum er markvissari en áður. Sú hugmyndafræði sem starfsfólk leikskólanna tileinkaði sér í þróunarverkefninu virðist því hafa fest sig í sessi og hefur haft áhrif á aukna færni nemenda til að hefja formlegt lestrarnám við upphaf grunnskólagöngu.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this thesis is to assess how successful the personnel in four preschools in Árborg were in introducing a developmental project in childhood literacy aimed at pre-schoolers. An additional goal is to assess whether those efforts affected pre-schoolers’ preparation for reading instruction in first grade. Recently, there has been an increased interest and discussion about literacy. The poor performance of Icelandic compulsory school students in the PISA survey has undoubtedly contributed to this discussion. A main finding of PISA is that reading comprehension has decreased over the years. For children to learn to read, they must develop various skills before formal reading instruction begins. During the preschool years, the focus is on strengthening students’ childhood literacy skills. These efforts thus lay a foundation for students’ reading instruction in compulsory school. Childhood literacy entails essential elements of reading. The foundation includes phonological awareness skills, language comprehension, listening comprehension, vocabulary, spelling, writing of letters and narrative skills. This research examined whether the input provided in preschools in the Árborg developmental project—“Productive Literacy in Árborg’s Preschools”—during the 2014 to 2015 school year produced
  students who were better prepared for reading instruction in the first grade. The research also examined how childhood literacy was progressing in the preschools three years after their participation in the development project. Both qualitative and quantitative research methods were used. Several department heads in four preschools in Árborg were interviewed. First-grade teachers and specialeducation teachers in the two biggest compulsory schools in Árborg answered a questionnaire, and the results of Grade 1 reading tests during the period 2013– 2017 were
  evaluated. The main findings of the research are that first-grade students achieved better results in reading two years after the developmental project finished. Preschool teachers are more aware than before of the importance of childhood literacy, and literacy instruction in preschools is more systematic than before. The methods preschool personnel learned during the developmental project now appear to be part of daily routines and have played a part in increasing pre-schoolers’ skills when formal reading instruction starts in compulsory schools.

Samþykkt: 
 • 24.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Hrund Helgdóttir Lokaritgerð M.Ed..pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf450.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF