is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31677

Titill: 
  • Brottfall ungmenna úr íþróttum : hugmyndir og viðhorf ungra Akureyringa
  • Titill er á ensku Dropout from organized sports among adolescents : ideas and attitudes of young people in Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Regluleg hreyfing er afar mikilvæg fyrir heilsu okkar allra og ætti að eiga sinn fasta sess í daglegu lífi og lífstíl. Fyrir börn og unglinga hefur hún afar jákvæð og margþætt áhrif. Skipulagt íþróttastarf inniheldur vissulega hreyfingu en aðrir þættir þess eins og forvarnir, uppeldisleg- og félagsleg gildi vega síður en svo minna. Jákvæð þróun er að þátttaka ungmenna á Íslandi í skipulögðu íþróttastarfi er að aukast en brottfallið er ennþá töluvert, mest er það á unglingsárunum og stelpur heltast frekar úr lestinni en strákar. Það sem er líka umhugsunarvert er að meirihluti ungmenna nær ekki ráðlögðum hreyfiviðmiðum á degi hverjum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrifaþættir liggja að baki brottfalli ungmenna úr íþróttum og hvaða viðhorf og hugmyndir ungmennin sjálf hafa um brottfallið. Einnig var skoðað hvort að þau ungmenni sem að hættu í skipulögðu íþróttastarfi hefðu farið að stunda einhverja aðra hreyfingu eða íþrótt.
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg og notuð var sögulokaaðferð (Story Completion method) við gagnaöflun. Skoðuð voru viðhorf og hugmyndir 10 stelpna og 10 stráka á aldrinum 15-18 ára á Akureyri um brottfall ungmenna úr íþróttum. Þátttakendur voru ýmist enn í skipulagðri íþróttaiðkun eða hætt og komu úr fjölbreyttum íþróttum, einstaklings- og hópíþróttum. Einnig svöruðu ungmennin bakgrunnsblaði.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugaleysi sé stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að brottfalli ungmenna úr skipulögðum íþróttum. Áhugaleysið verður til vegna margra, mismunandi og stundum samvinnandi þátta. Þar má helst nefna pressu og kröfur, æfingaálag, tímaskort, að hafa annað að gera, vini utan íþróttanna, áhrif foreldra og þjálfara. Athyglisverður vinkill kom fram í gögnunum um að aukið álag sem stytting framhaldsskólans hefur á ungmennin sé einnig áhrifaþáttur fyrir brottfall. Kynjamunur kom skýrt fram í sambandi við stuðning og hvatningu við íþróttaiðkunina en stelpur vantar stuðning og jákvæðara viðmót við sína íþróttaiðkun. Samkvæmt bakgrunnsblöðum þá héldu þau ungmenni sem hættu í skipulögðu íþróttastarfi áfram að hreyfa sig með einhverjum hætti eftir brottfallið sem er jákvætt.

  • Útdráttur er á ensku

    Regular physical activity is very important for our health and should be a vital part of everyday life and lifestyle. For children and adolescents it has a very positive and multifaceted effect. Organized sports certainly contain movement but other factors such as preventive measures, educational and social values weigh just as much. The positive trend is that the participation of young people in Iceland in organized sports is increasing, but the dropout is still pretty common, mostly in adolescents, and girls are more so than boys. What is also considerable is that the majority of young people do not reach the recommended daily physical activity goals. The aim of the study was to examine the impact factors behind the dropout of athletes from sport and the beliefs and ideas of the young people themselves about the dropout. It was also examined whether the adolescents who dropped out of organized sports had been engaged in any other physical activity or sport.
    The research method was qualitative and the story completion method was used to collect data. Views and ideas of 10 girls and 10 boys aged 15-18 in Akureyri were studied for the dropout of adolescents from organized sports. Some participants were still participating in organized sports while others had dropped out, they came from different background in sports, both individual and group sports. The adolescents also answered some background questions.
    The results of the study indicate that lack of interest is the biggest risk factor for dropout among adolescents in organized sports. The lack of interest is due to many, different and sometimes cooperative factors. These factors included pressures and demands, workout intensity, lack of time, having other things to do, friends outside the sports, the influence of parents and coaches. An interesting point was noted in the data that the increased strain that the shortening of secondary school has on adolescents is also a factor. Gender differences were clearly expressed about support and encouragement to the sport participation, but girls lack support and a positive attitude to their sports. According to the background questions adolescents who dropped out of organized sports continued some physical activity, which is positive.

Samþykkt: 
  • 24.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arna_Benny_Hardardottir.pdf966,88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_arnabenny.pdf403,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF