Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31678
Alla mína skólagöngu hafði ég gaman af samfélagsfræði. Mér fannst saga heillandi, gaman að læra landafræði og þjóðfélagsfræði virkilega fræðandi ásamt lífsleikni sem ég hafði virkilega gaman af. Oft og tíðum virtist svo vera að ég einn hefði þennan áhuga í bekknum. Ég hef starfað í grunnskóla frá byrjun árs 2011. Ég byrjaði sem stuðningsfulltrúi og nú síðastliðna 18 mánuði hef ég verið umsjónarkennari. Í þessi ár hef ég nær eingöngu unnið með nemendum á miðstigi. Þetta hef ég gert samhliða námi mínu og hefur það hjálpað mér mikið að vera í stöðugu „vettvangsnámi“ með náminu. Það sem heillaði mig við samfélagsgreinar var fjölbreytnin. Allt sem hægt var að gera með þessa stóru grein heillaði mig en fljótlega í starfi mínu fór ég að taka eftir því að krökkunum fannst þetta ekki eins skemmtilegt og mér. Viðbrögð nemenda og spurningar um hvers vegna þau þurfi að læra um þetta viðfangsefni hafa verið mjög tíðar. „Af hverju þurfum við að læra um einhverja eldgamla karla?“, „Af hverju þurfum við að læra um önnur lönd?“, „Ohh, ekki samfélagsfræði,“ ásamt ýmsum svipbrigðum og tregðu við að ná í námsgögn eru viðbrögð sem ég hef séð oft og mörgum sinnum á þessum árum. Hvað er það sem situr eftir hjá nemendum eftir alla skólagönguna? Finnst nemendum samfélagsfræði ennþá svona ómerkileg, tilgangslaus og leiðinleg námsgrein eftir að þeir hafa lokið námi í grunnskóla? Mér þykja þessar spurningar mikilvægar. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í formi rýnihópa. Rýnihóparnir voru 3 og voru þeir settir saman úr nemendum í 10. bekk í þremur skólum. Einn skólinn er á höfuðborgarsvæðinu og hinir tveir eru á landsbyggðinni. Fyrri rannsóknir bentu til þess að niðurstöðurnar yrðu á þann veg að nemendum fyndist ekki mikið til samfélagsgreina koma og að þær yrðu yfirleitt í neðsta sæti yfir þær námsgreinar sem nemendum þætti gaman að læra, ásamt því að félagsleg staða og menntun foreldra hefði mikil áhrif á viðhorf nemenda til náms.
Niðurstöðurnar benda til þess að saga sé sú kennslugrein sem veldur neikvæðu viðhorfi nemenda til samfélagsgreina. Saga er sú grein sem kemur fyrst upp í huga nemenda þegar þeir hugsa um samfélagsgreinar og er álit þeirra á henni ekki mikið. Einnig kemur það í ljós að nemendum finnst vægi sögu innan samfélagsgreina vera of mikið en þau sjá mun meira notagildi í kennslugreinum eins og lífsleikni og landafræði. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum þar sem úrtakið var lítið en þó styðja þær að vissu leyti það sem fræðin segja.
In primary school I always loved social studies, I thought history was charming, geography was fun and learning about different societies was really informative. Often it seemed like I was the only one that had this interest in these subjects in the classroom. I have worked in primary school since the year 2011. I started off as an assistant but in the last 18 months I have been a supervising teacher. In those years I have only worked with kids between 10 - 12 years old. This I have done in parallel with my studies and it has helped me a lot in my education process to be in a continuous "field education". What fascinated me by social studies was the diversity. All that could be done with this big subject wowed me, but soon in my work I began to notice that the kids did not feel as fascinated as me. Student feedback and questions about why they needed to learn about this subject have been very frequent. "Why do we need to learn about some old men?" "Why do we need to learn about other countries"? "Ohh, not social science", along with a variety of expressions and slow-learning learning, are the reactions I've seen many times over these years. What is it that students do remember after 10 years of primary school? Do students really think social studies are
pointless and boring after 10th grade? I think that these are really important questions. A qualitative research method was used in the form of focus groups. The focus groups were 3 and were composed of students in 10th grade in three schools. One school is in the capital region and the other two are from the countryside. Previous studies indicated that the results would be such that students would not like social studies and that students would least like to learn this subject, as well as the social status and education of their parents would be important when it comes to their attitude to studying.
The results of this research pointed out that history is the subject in social studies that infects the field with a negative attitude. History is the subject that pops first up in students‘ head when they think about social studies and their attitude towards history is really bad. It also turns out that students feel the weight of history within social studies to be 7 too much but they see far more usefulness in teaching subjects such as life skills and geography and they find the amount of time spent on those subjects is too small. Results can not be generalized because the sample was small, but, in some respects, they support what the theory suggests.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerðtilbuinn.pdf | 619.09 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 176.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |