is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31680

Titill: 
 • "Þegar maður skilur eitthvað þá verður það miklu áhugaverðara ..." : upplifun nemenda á unglingastigi af náttúrufræðitímum
 • Titill er á ensku „When you understand something then it becomes a lot more interesting ...“ : teenage students‘ experience with natural science classes
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hver upplifun nemenda á unglingastigi er í náttúrufræðitímum og að varpa ljósi á hvað vekur áhuga þeirra. Takmarkið var að geta greint frá upplifun þeirra í því samhengi að skoða hvað það er sem fangar athygli þeirra, hvað það er í kennslustundinni sem þeim finnst skemmtilegt og áhugavert, hvað þeim finnst leiðinlegt, óáhugavert, flókið eða jafnvel erfitt með hliðsjón af námsathöfnum, kennsluathöfnum og kennsluefni.
  Í rannsókninni var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem fylgst var með kennslustundum og tekin voru 15 opin, hálfstöðluð viðtöl við níu nemendur, þrjú viðtöl við hvert par eða einstakling úr fimm grunnskólum á landinu auk þess sem þeir skrifuðu hugsanir sínar á þar til gerð eyðublöð eftir eina til fjórar kennslustundir. Skólar og viðmælendur voru valdir með hentugleikaúrtaki og tilgangsúrtaki en skólar voru valdir í samráði við leiðbeinanda og viðmælendur voru valdir í samráði við náttúrufræðikennara þeirra.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að margvíslegir þættir í kennslu, námsathöfnum og kennsluefni hafi áhrif á upplifun og áhuga nemenda í náttúrufræðitímum. Upplifun þeirra var í flestum tilfellum góð og fór að miklu leyti eftir viðfangsefnum kennslustunda. Einnig kom í ljós að skilningur virtist hafa mikil áhrif á áhuga sama hvert viðfangsefnið var. Námsathafnir sem helst vöktu áhuga snerust oftast um að taka þátt í verklegum athugunum og vinna með öðrum. Þær sem þóttu síst áhugaverðar snerust oftast um skrifleg verkefni eða að sitja og hlusta eða glósa meðan kennari skrifaði á töflu eða las úr námsbók.
  Kennsluathafnir sem þóttu áhugaverðastar snerust helst um að kennari byði upp á verklegar æfingar, væri með sýndartilraunir, fjölbreytta kennslu og að hann útskýrði efnið vel. Kennsluathafnir sem þóttu síst áhugaverðar snerust um töflukennslu og lestur og verkefnavinnu úr námsbókum. Nemendunum virtist þykja kennsluefni því áhugaverðara sem það innihélt fleiri lýsingar á verklegum æfingum en fannst það óáhugavert ef það var of flókið.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to examine how students in grades 8-10 in lower-secondary schools experience science classes and to elucidate what peaks their interest. The goal was to report their experience in the context of what gains their attention, what parts of the lesson they find fun and interesting, what they find tedious and uninteresting, complicated, or even difficult as it pertains to learning activities, teaching activities and teaching material.
  The study was based on qualitative research methods, where lessons were observed and nine students from five elementary schools were interviewed three times each in open, halfstandardized interviews, as well as having them record their thoughts on specific forms following one to four lessons. Schools and interviewees were chosen by convenience sampling and purposive sampling; schools being chosen by agreement with the instructor and interviewees with the aid of their science teachers.
  The main results of the study indicate that numerous factors of instruction, learning activities, and learning materials affect students‘ experience and interest in science class. In most cases their experience was positive and was largely dependent on the subject of the
  lessons. Furthermore, students‘ comprehension appeared to influence interest greatly, regardless of the subject. Learning activities that were considered most interesting were usually related to performing laboratory work and working with others. Those considered least interesting were usually related to written assignments or sitting and listening or taking notes while the teacher wrote on a board or read from a textbook.
  The teaching activities which were considered most interesting were mostly in relation to the teacher offering laboratory work, giving lab demonstrations, using varied instruction methods and explaining the subject matter thoroughly. Teaching activities considered least interesting were related to teaching at the board, reading, and doing problems from workbooks. Students found teaching material more interesting if it had more descriptions of laboratory work and less interesting if it was overly complicated.

Samþykkt: 
 • 24.8.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31680


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal M.Ed_Ásrún_ Jónsdóttir - pdf.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf398.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF