Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31681
Þessi ritgerð fjallar um rannsókn á uppfærðri útgáfu af samspilsaðstæðum foreldra og barna þar sem foreldrafærni og hegðun barns er metin með beinu áhorfi (e. Family interactiontask/FIT). Fyrri íslensk rannsókn hafði gefið til kynna vanda tengdan matsaðstæðum og því var ný útgáfa þróuð og notuð til að meta áhrif af stuttu PMTO hópnámskeiði á foreldrafærni og hegðun barns. Þátttakendur voru átta börn með hegðunarvanda, fimm drengir og þrjár stúlkur á aldrinum fimm til tólf ára og foreldrar þeirra, sex mæður og þrír feður. Þátttakendunum, sem voru frá tveimur sveitarfélögum, var annað hvort vísað í úrræðið af skóla- og/eða félagsþjónustu eða sóttu sjálfir um að taka þátt í námskeiðinu. Gögnum var safnað með beinu áhorfi á samspil foreldra og barna við skipulagðar aðstæður og voru gögnin fyrir og eftir PMTO foreldranámskeið borin saman. Gögnin voru kóðuð með sérstöku kóðunarkerfi og stuðst við hálf-tilraunasnið fyrir einn hóp með fyrir og eftir mælingum. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á notagildi mismunandi aðstæðna við að meta breytingar á foreldrafærni og hegðun barns. Sumar matsaðstæður leiddu í ljós breytingar meðan aðrar gerðu það ekki. Þær aðstæður sem sýndu breytingar voru Lausnaleit barns og Myndaspil ásamt því að Lausnaleit móður og Kennsluverkefni mældust nánast marktæk. Lausnaleitar verkefnin sýndu fram á mestu breytingarnar eða 10-15% aukning milli mælinga. Myndaspil kemur þar á eftir með 8% aukningu milli mælinga. Í heild sýndi hin uppfærða útgáfa af FIT jákvæðar breytingar í foreldrafærni eftir stutta PMTO hópmeðferð þrátt fyrir lítinn fjölda þátttakenda. Framfarir í foreldrafærni eru í samræmi við fyrri rannsóknir á PMTO aðferðinni. Niðurstöður sýndu einnig breytingar varðandi hegðun barns en þær mældust ekki marktækar, sem kom á óvart þar sem rannsóknir sýna að aukin foreldrafærni hafi jákvæð áhrif á hegðun barns. Þar vegur þyngst smæð hópsins sem tók þátt í rannsókninni, sem takmakar einnig alhæfingargildi niðurstaðnanna
The role of being a parent is probably the most important one in anyone‘s life and at the same time one of the most demanding tasks that she is likely to experience; the responsibility weighs therefore heavy. Family and parental practices have considerable influence on children‘s behavior and adjustment. In some instances a vicious cycle of negative interaction and coercive reactions by the parents can arise. This can create a burden on the family whilst children with challenging behavior also often experience difficulties in social interaction, not the least in the school context. It is vital to counteract this vicious cycle by strengthening parenting practices, which is the main purpose of the PMTO method. The PMTO (e. Parent management training – Oregon model) consists of five core components: skill encouragement, limit setting, monitoring, problem solving and positive involvement. In addition emphasis is placed on clear instructions and work with emotions.
This essay discusses a research study of an improved version of parent-child interaction contexts where parental practices and child‘s adjustment were measured through direct observation (e. Family interaction task/FIT). The improved version was developed and used to measure the impact of a short group course in parenting practices and child adjustment as a previous Icelandic study had indicated some
difficulties relating to the interaction context. Participants were eight families of children with adjustment problems, five boys and three girls 5 – 12 years old. The participants who came from two municipalities had been referred to this PMTOcourse by schools and/or social services or had applied on their own accord. Data were collected by direct observation of parent-child interaction in organized contexts and before-and-after data then compared. The data were coded according to a special coding system for a quasi-experimental design for one group with before-and-after measurements. The findings of the study throw a light on the utility value of different kinds of contexts for the purpose of measuring changes in parental practices and child adjustment. Some of the contexts showed changes whilst others did not. The ones that showed changes were Problem solving (children) and Guessing game. In addition Problem solving (mother´s) and Instructional task showed changes that were close to significant. Generally the short PMTO group course affected parenting practices positively which corresponds well with previous research on the 9 PMTO method. The results also indicated changes in child adjustment but they were not significant. This is unexpected in light of previous findings showing improved parenting skills having positive influence on children‘s adjustment. The main reason is the small number of participants which also makes it difficult to generalize from the findings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BerglindBS_lokaverkefni_lokaskil.pdf | 1,05 MB | Lokaður til...21.06.2030 | Heildartexti | ||
yfirlýsing_Berglind.pdf | 299,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing |