Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31683
Efni ritgerðarinnar er úrvinnsla á könnun sem var send á A- landsliðshóp kvenna í knattspyrnu sem tók þátt í lokakeppni EM 2009. Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir, svo sem áhrif þjálfunar, iðkunar, aðbúnaðar og umhverfis hefðu hugsanlega á árangur kvenna í knattspyrnu og að sýna fram á hvaða þættir það eru, sem stuðla að afreksmennsku kvenna í knattspyrnu.
Þátttakendur í rannsókninni voru leikmenn A-landsliðs kvenna sem tóku þátt í EM kvenna í Finnlandi 2009. Spurningarlisti var lagður fyrir leikmennina þar sem spurt var um menntun, námsárangur, áhrif annarra íþróttagreina, meistaraflokksferil, aðbúnað, stuðning fjölskyldu, uppeldisstað og félag, aldur og fæðingarmánuð. Að auki voru tvær skriflegar, annars vegar um góð ráð til yngri iðkenda og hins vegar hvaða þættir þær töldu stuðla að því að þær hafi náð langt í knattspyrnu.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að afreksmennska í íþróttum og námsárangur helst í hendur sem og að menntun liðsins sé góð. Áhrif annarra íþróttagreina eru mikil. Einnig leiddu niðurstöðurnar í ljós að aðstaða var frekar góð á uppvaxtarárunum, þó svo að það jafnist ekki á við þá aðstöðu sem við höfum í dag. Einnig kom í ljós að stuðningur foreldra og nánasta umhverfis var þeim mjög mikilvægur. Að lokum sýna niðurstöðurnar að þær byrja flestar mjög snemma í meistaraflokki eða 14-15 ára.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-Ritgerðin páll-lokaútgáfa.pdf | 475,42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |