is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31684

Titill: 
  • Fjölskyldulíf í sátt við greiningu á einhverfu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið mitt var að varpa ljósi á sálrænt álag á foreldra einhverfra barna og leiðir til lausna með áherslu á fjölskyldumeðferð. Unnið var út frá fræðilegum heimildum sem tengdust kenningum um áföll og geðhlífar, tengslamyndun barns við foreldra og áhrif uppeldishátta á þroska barns. Álag í umönunnarhlutverkinu getur ógnað ánægju í hjónabandinu og því jafnvægi sem er nauðsynlegt til þess að barnið þroskist og tryggð geðtengsl við foreldra skapist. Skoðuð var fjölskyldan í heild sem kerfi samkvæmt Kerfiskenningunni og í tengslum við umhverfið samkvæmt Vistræðikerfislíkani Bronfenbrenners þar sem stuðningur frá stofnana(exo)- og makrókerfinu skiptir miklu máli varðandi hvernig fjölskyldur bregðast við aðstæðum. Leitað var við að svara spurningunni: Hvaða lausnir eru til staðar til að styðja við góð tengsl í fjölskyldum einhverfra barna?
    Niðurstöður voru þær að barnið er alltaf hluti af stærri heild þar sem fjölskyldan getur gefið skýra mynd af líðan og atferli barnsins. Það er hlutverk þroskaþjálfa að veita foreldrunum ráðgjöf og fagfólki ber að taka mið af venjum, tengslum, styrkleikum og veikleikum fjölskyldunnar, þess vegna ættu félagsþjónustan og heilsugæslan hvar sem er á landinu að horfa meira til þess að ráða til sín sérmenntaða fjölskyldufræðinga í fjölskyldumeðferð.

Samþykkt: 
  • 27.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kremena_Nikolova_Fontaine_Lokaverkefni.pdf863,93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
YfirlysingLokaverkefni_Kremena.pdf815,09 kBLokaðurYfirlýsingPDF