Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31688
Þessi ritgerð til BA-prófs í viðskiptatengdri kínversku fjallar um einbirnisstefnuna sem var löggjöf í Kína í rúm 35 ár og áhrif hennar á samfélagið. Einbirnisstefnunni var aflétt fyrir einungis tveimur og hálfu ári eða í desember 2015. Hún var stefna sem hafði þann tilgang að draga úr fólksfjölgun í Kína þar sem fólki fjölgaði of hratt í landinu sem var meðal annars ekki í takt við þróun og aukningu matvælaframsleiðslu í landinu. Ef fólksfjölgun hefði haldið áfram með sama hraða án inngrips stjórnvalda hefði þróunin ef til vill getað ollið hungursneyð í landinu og aukið fátækt landsmanna. Einbirnisstefnan réði högum fólks í Kína á því hversu mörg börn hver hjón mættu eiga og stór huti hjóna fengu einungis leyfi til þess að eignast eitt barn.
Í ritgerðinni verður reynt að veita innsýn í það hvernig einbirnisstefnan hafði áhrif á samfélagið í Kína og hvernig stefnan og þær breytingar sem henni fylgdu hafði og hefur enn í dag áhrif á börn jafnt sem fullorðna í samfélaginu. Meðan stefnan var í gildi fæddust tvær kynslóðir Kínverja og á þessu tímabili breyttust samsetning og hagir fjölskyldna mikið. Skoðað verður hvernig fornar hefðir eru ef til vill á undanhaldi í kínversku samfélagi um þessar mundir og hvort einbirnisstefnan sé meðal annars áhrifavaldur á þessar breytingar. Álag á börnin, ofdekrun einkabarnanna og væntingar foreldra til barnanna eru atriði sem verða skoðuð og hvernig afleiðingarnar birtast sem vanlíðan sem oft leiðir til þunglyndis, sjálfsmorða eða lélegrar félagslegrar hæfni sem oft hefur áhrif á félagslíf og vinnu þeirra. Einnig verður rætt um óhamingjusemi barna, heilsu þeirra og fleiri atriði sem vert er að skoða í ljósi áhrifa einbirnisstefnunnar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
yfirlýsing.pdf | 1,72 MB | Locked | Yfirlýsing | ||
Lokaskil.pdf | 405,75 kB | Open | Complete Text | View/Open |