is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31692

Titill: 
  • „Ótrúlegt að við séum ekki búin að fá löggildingu“. Reynsla félagsliða af námi og starfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Félagsliðar sinna margvíslegu starfi á fjölbreyttum vettvangi. Starf þeirra felst einkum í því að bæta lífsgæði þeirra einstaklinga sem þarfnast aðstoðar. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða viðhorf félagsliða til starfs síns og félagsliðanámsins, forsendur þess að hafa farið í námið og faglega sjálfsmynd þeirra að námi loknu. Í rannsókninni var einnig leitast við að varpa ljósi á hvernig þessum hópi hefur gengið að sameina fjölskylduábyrgð og starf. Rannsóknin er eigindleg og tekin voru opin einstaklingsviðtöl við sjö konur. Allar konurnar áttu það sameiginlegt að hafa verið í langan tíma á vinnumarkaði áður en þær fóru í félagsliðanámið, hafa eignast börn og verið með fjölskylduábyrgð og flestar konurnar voru með litla formlega menntun fyrir
    félagsliðanámið. Helstu niðurstöður sýndu að trú á eigin getu í námi var lítil hjá konunum, þær voru ánægðar með námið og upplifðu aukið sjálfstraust og aukna þekkingu í starfi að námi loknu. Konunum fannst starfið ekki fá þá viðurkenningu sem það á skilið auk þess töldu þær að almenningur hafi litla þekkingu á starfinu. Konurnar voru óánægðar með að starfsstéttin hafi ekki fengið löggildingu og töluðu um að það væri sjaldan auglýst eftir félagsliðum til starfa. Niðurstöður rannsóknarinnar geta m.a. nýst náms- og starfsráðgjöfum, stjórnendum sem hafa félagsliða eða gætu nýtt starfskrafta félagsliða innan sinna raða.

  • Útdráttur er á ensku

    Social- and health service assistants work on a varied arena. Their work mainly involves improving quality of life for individuals who require assistance. The aim of this study is to cast some light on the attitudes and experiencs of social- and health service assistant in relation to their occupation and the formal education they have undertaken most as adult learners. The reasons for entering formal education and professional identity after completion, the role of family responsibilities in their career and professional development are explored. In depth interview were conducted with seven women that have been in the profession before they enlisted in the education program, have raised children and have family responsibility. All the women except one had not completed formal degree after compulsory eduction before enlisting in the education program to become social- and health service assistant. Results show that they did not think highly of their educational capabilities (self efficacy) at the beginning of their studies but they found their experience in the program was overall very positive. They experienced increased confidence and knowledge concerning work after they finished the degree. Their negative experiences in the occupations was related to the fact that the profession does not get the recognition it deserves and they thought the public has little knowledge of what their work entails and what role they play in social- and health services. The women were unhappy and discontent that the profession has not yet been licensed in Iceland. They also talked about few employment advertisings for people that had finished this education and were social- and health service assistants. The result of this study can be useful for career guidance counsellors, administrators who have social- and health service assistants in their employment staff or could benefit from having them in their line of work.

Samþykkt: 
  • 31.8.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - meistararitgerð.pdf567.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman - Guðrún.pdf469.46 kBLokaðurPDF