is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31696

Titill: 
 • Mörk ábyrgðar fasteignasala og seljanda í fasteignaviðskiptum. Með áherslu á ábyrgð á upplýsingum í söluyfirliti.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ríkir fjárhagslegir hagsmunir tengjast fasteignakaupum. Við kaup og sölu á fasteignum er mikilvægt að allir þeir sem að málum koma séu upplýstir um skyldur sínar og ábyrgð og að vandað sé til verka.
  Markmið með ritgerðinni er að skoða mörk ábyrgðar seljanda og fasteignasala vegna upplýsinga í fasteignakaupum. Í því samhengi verður reynt að greina tilvik og orsakir þess í hvaða tilvikum seljandi er talinn bera ábyrgð á röngum, villandi eða ófullnægjandi upplýsingum í fasteignaviðskiptum og hvenær fasteignasalinn er látinn sæta ábyrgð.
  Seljandi hefur almennt ekki sérþekkingu í fasteignaviðskiptum. Af þeim sökum er fasteignasala falið að sinna umsýslu í umræddum viðskiptum. Fyrir efnistök ritgerðarinnar reynist því nauðsynlegt að fjalla stuttlega um lögbundna skilgrieningu fasteignasala, þróun stéttarinnar ásamt þeim kröfum sem má gera til löggilds fasteignasala vegna menntun sinnar á sviðinu.
  Í ritgerðinni verður fjallað ítarlega um upplýsingaskyldu fasteignasalans annars vegar og seljanda hins vegar. Í kjölfarið eru þær bornar saman, enda mismunandi í hverju skyldur þeirra felast gagnvart kaupanda. Samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 er ákveðin skoðunarskylda á fasteignasala sem ekki er lögð á seljanda. Þá virðist vera í sumum tilfellum lögð rannsóknarskylda á fasteignasalann, en slíkt má leiða af dómaframkvæmd. Þess ber að geta að sambærileg rannsóknarskylda hvílir ekki á seljanda.
  Þá ber löggildum fasteignasala að annast alla skjalagerð er tengjast viðskiptunum. Söluyfirlit er mjög mikilvægt skjal í fasteignaviðskiptum. Í því skjali eiga allar helstu grunnupplýsingar um eiginleika og búnað fasteignar að koma fram. Samkvæmt áðurnefndum lögum um sölu fasteigna og skipa á fasteignasali að bera ábyrgð á þeim upplýsingum sem fram koma í söluyfirliti. Samkvæmt fasteignakaupalögum nr. 40/2002 á seljandi að bera ábyrgð á þeim upplýsingum sem fram koma í sölugögnum fasteignar. Af þeirri ástæðu verður lögð áherslu á að skoða ábyrgð áðurnefndra aðila á upplýsingum í söluyfirliti og hvenær hvor aðili um sig ber ábyrgðina.
  Þá verður einnig borið saman skoðunarskyldu kaupanda og fasteignasala, en þar virðist vera gerðar ríkari kröfur til venjulegs kaupanda en fasteignasala sem fagaðila.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að það virðist fara eftir eðli upplýsinganna hvort fasteignasali eða seljandi ber ábyrgð á þeim.

Samþykkt: 
 • 3.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð, Helena2.pdf1.06 MBLokaður til...02.09.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf312.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF