is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31699

Titill: 
  • Nytjaþýðingar: Þýðing á kennsluefni á sviði nytjaþýðinga og greinargerð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er nytjaþýðingar og er það sett fram í tveimur hlutum. Fyrri hluti er greinargerð sem fjallar um fræðilegan grunn nytjaþýðinga, kemur inn á í hverju þær felast, við hvað þær fást og hvað nytjaþýðandi þarf að hafa í huga til skapa farsæla þýðingu. Textinn sem þýddur er í þessu verkefni er kennslubók í nytjaþýðingum. Stutt umfjöllun um hann kemur fram, ásamt lýsingu á markmiðum þýðingar. Að lokum er gerð grein fyrir þýðingaferlinu, helstu áskorunum sem upp komu við þýðingu og þeim ákvörðunum sem taka þurfti. Síðari hluti er þýðingin sjálf. Markmið verkefnisins er tvíþætt; annars vegar, að leggja fram skýringu á nytjaþýðingum og styrkja þannig stöðu þeirra, sem og bæta aðgengi að þeim sem sviði og þýðingarnálgun á fræðilegum vettvangi á íslensku; hins vegar, að taka upphafsskref í þýðingu á kennsluefni á íslensku á sviði nytjaþýðinga sem er af skornum skammti þegar þetta er ritað.

Samþykkt: 
  • 3.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna María Eiríksdóttir_MA.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Skemman.pdf1.12 MBLokaðurYfirlýsingPDF