Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31701
Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka æviminningar Guðrúnar Bjarnadóttur frá Unnarholti, Nafnlausu ævisöguna – með rannsóknaraðferð einsögunnar. Sagan er skráð á árunum 2004-2007 og segir frá lífi og starfi fólks í sveit á Suðurlandi Íslands um miðja 20. öld og er því skráð um 60-70 árum eftir að hún gerðist. Sagan segir frá persónulegri upplifun af daglegu lífi, störfum og atburðum í lífi höfundar og samferðarfólks. Æviminningunum eru gerð góð skil í 66 kafla handskrifaðri bók.
Í þessari greinargerð er ætlunin að róa á mið einsögunnar. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á horfna tíma, vega og meta gæði þeirra tíma í bland við lítilsháttar samanburð við nútímann. Hugtakið „sveitasæla“ verður skoðað og það borið saman við útópískar hugmyndir. Metið verður hvers konar sæla, sveitasælan var og niðurstöður þessarar rannsóknar byggðar á því mati. Í rannsókn þessari er handritið – Nafnlausa ævisagan grundvallarrit, hún kynnt, rannsökuð og greind út frá aðferðafræði einsögurannsókna. Markmiðið er að rannsaka þær lýsingar sem koma fram í bókinni á lífi og störfum fólks í sveitum rétt áður en íslenska sveitin varð tækni- og vélvædd um miðja 20. öld. Skoðað verður hvaða störfum var sinnt í sveitinni, hvernig vinnuálag var og verkaskipting. Rannsakað var hvað þau fjölbreyttu störf kölluðust, sem sinna þurfti og þar af leiðandi var orðaforðinn í sögunni rannsakaður lítillega og útskýrður.
Megináherslan er á því hvort sú rómantíska mynd sem dregin hefur verið upp af íslenska sveitalífinu eigi sér stoð í frásögninni. Þá er átt við hina jákvæðu hugmynd þéttbýlisbúa um sveitalífið, friðsældina þar sem var hollt og gott að búa og börn lærðu að vinna. Hvaða kosti og galla hafði sveitasælan upp á að bjóða?
Það er skemmst frá því að segja að samkvæmt þeirri heimild sem stuðst er við í þessari rannsókn eru lýsingar á sveitasælunni nokkuð frábrugðnar þeirri útópísku mynd sem dregin hefur verið upp. Þegar fjölskyldan frá Unnarholti flutti úr sveitinni haustið 1963 var faðir Guðrúnar orðinn slæmur til heilsunnar og allir búnir að fá nóg af sveitasælunni. Aldrei mátti fólki falla verk úr hendi og sinna þurfti búi og búfénaði á hvaða tíma árs og í hvaða veðri sem var. Niðurstaða rannsakanda og söguritara er í stuttu máli sú að veruleikinn var ólíkur glansmyndinni. Íslenskt sveitasamfélag stóð höllum fæti þrátt fyrir tækni og vélvæðingu í íslensku samfélagi til sjávar og sveita upp úr miðri 20. öld. Freistingar sem bæjarsamfélagið hafði, buðu upp á harða samkeppni um vinnuafl við sveitasamfélagið. Þó lífið hafi oft á tíðum verið fjölbreytt og gott í sveitinni og enginn „dauður tími“ þar sem fólki leiddist, má lesa úr Nafnlausu ævisögunni að engin eftirsjá var af þeirri eilífu vinnu og basli sem sveitalífið um miðja 20. öld hafði upp á að bjóða.
Lykilorð: Einsaga – einsögurannsókn - æviminningar – sjálfsævisaga – ævisaga - Íslensk alþýðumenning - sveitasæla – sveitamenning - sveitalíf
The aim of this study is to investigate the biography of Guðrún Bjarnadóttir from Unnarholt in Southern Iceland - using the research method of microhistory. The story is written in 2004-2007 and is about the lives and work of people living in Southern rural Iceland by the mid-20 th century and is written about 60-70 years after it happened. The story can be categorized as a memoir of individual. It is a story of personal experiences and the life and work of the people in the countryside as described, in detail, in the 66 chapter long handwritten book.
In this essay, the intention is to use the theory of microhistory. The purpose of the study is to shed light on the times past. Evaluate the quality of life at that time and compare it to the present. The term "lovely country life" will be examined and compared it to the utopian view of the word. It will be assessed whether the "lovely country life" was true and the results of this study are based on that assessment. In this study, the script – Nafnlausa ævisagan - is a fundamental review, introduced, researched and analyzed using the methodology of microhistory research. The aim is to investigate the descriptions in the book on life and work of the people in the countryside just before the Icelandic countryside transformed from manual to mechanical labor in the middle of the 20th century. It will put the spotlight on what kind of work was done in the countryside before the technological revolution. What jobs were performed and how the workload and division of labor was distributed. The various different jobs that needed to be done are investigated and consequently the vocabulary used for those jobs touched upon and explained.
The main focus is on whether the romantic view drawn up of the Icelandic rural life, i.e the “lovely country life” is true. It also refers to the positive view of urban residents about rural life, it´s peacefulness how good it was to live there and how children were tought how to work. What pros and cons did the rural life offer? According to the source used in this research, the “lovely country life” descriptions differs from the commonly held utopian view of said “lovely country life.”
When the family moved from the countryside in the fall of 1963, Gudrún's father health had already deteriorated and everyone in the family had, had enough of the “lovely country life.” People never had a break from work and their life constantly revolved around attending to the farm and their livestock no matter what weather or time of year. The conclusion of the investigator and storyteller is, in short, that the utopian view of life in countryside was rather far from reality. The Icelandic country life was changing in the 20th century despite of the technology and mechanization in Icelandic society. Temptations that the town community had to offer was no match to the rural community when competing for labor. Although life has often been diverse and good in the country with no “dead time” where people got bored. The conclusion is that there was no regret, on the family´s part, for the never ending work country life in Iceland had to offer in the mid-20th century.
Keywords: Microhistory – Microhistory research - Autobiography - Memoir – Biography – Icelandic folk culture - The term: “lovely country life”- Rural culture – Rural life.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Herdís Kristinsdóttir.pdf | 2.24 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
Yfirlysing um medferd lokaverkefnis_HK.pdf | 273.96 kB | Locked | Yfirlýsing |