Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31702
Með tilkomu faglegrar bókaútgáfu á tuttugustu öld verður starf bókmenntaritstjórans til og felst í því að búa texta til útgáfu í samvinnu við höfund hans. Fjölmörg dæmi sýna að aðkoma ritstjóra getur haft afgerandi áhrif á útgefna bók, allt frá inntaki hennar til stíls og stafsetningar, einnig þætti sem okkur er tamt að líta á sem höfundareinkenni og teljum til bókmenntalegrar sköpunar.
Í þessari ritgerð er starf bókmenntaritstjórans til umfjöllunar með hliðsjón af ólíkum kenningum um höfundarhugtakið og þróun þess, og greiningu franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieu á sviði menningarlegrar framleiðslu og menningarlegu auðmagni. Grafist er fyrir um sögu starfsins, alþjóðlega og hér á landi, og vinnubrögðum ritstjórans lýst eins og þau birtist í ýmiss konar leiðbeiningarritum um bókmenntaritstjórn og frásögnum ritstjóra og höfunda frá ýmsum tímum. Fjallað er um þögnina sem umlykur ritstjórastarfið, óskoruð yfirráð höfundar yfir texta sínum, aukna tilhneigingu til að gera ritstjóra ábyrgan fyrir þeim bókum sem hann hefur unnið við og umræðu sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum um að ritstjórn á bókum fari nú hnignandi. Reifaðar eru skoðanir fræðimanna sem vilja að auknu kastljósi sé beint að störfum ritstjórans og kjósa að líta á sköpun bókmenntaverka upp að einhverju marki sem samstarf, og andsvör bæði höfunda og ritstjóra við þeim kröfum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Er osynilegi madurinn haettur ad vinna.pdf | 538.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_SigthrudurGunnarsdottir.pdf | 259.59 kB | Lokaður | Yfirlýsing |