is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31703

Titill: 
  • Sjálfstæð réttindi barna við málsmeðferð og ákvarðanatöku um alþjóðlega vernd.
  • Titill er á ensku Independent children´s rights in procedures and decision-making on international protection.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um sjálfstæð réttindi barna við málsmeðferð og ákvarðanatöku um alþjóðlega vernd en á undanförnum árum hefur fjöldi barna sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd aukist. Hins vegar hefur verið bent á að ýmislegt vanti uppá að sjálfstæð réttindi barna séu virt í framkvæmd og hefur m.a. umboðsmaður barna á Íslandi lýst yfir áhyggjum sínum hvað þetta varðar. Í upphafi eru alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði útlendingamála skoðaðar en því næst innlend löggjöf og málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd, bæði almenn efnismeðferð sem og meðferð þar sem Dyflinnarreglugerðin kemur við sögu. Að því loknu er fjallað um almenn réttindi barna, en í þeirri umfjöllun var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lykilatriði. Þannig var fjallað um sáttmálann sjálfan, aðdraganda hans og meginreglur hans fjórar. Þannig var sérstaklega sjónum beint að 3. og 12. gr. sáttmálans og hvaða máli þær skipta við málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Því næst var fjallað um framkvæmd og löggjöf þessa málaflokks í Svíþjóð og Noregi en að því búnu eru tilteknar ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum barna frá árinu 2017 skoðaðar sem og úrskurðir kærunefndar útlendingamála frá sama ári. Þannig er leitast við að skoða hvort að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar við málsmeðferina, hvort og hvernig það sem barninu er fyrir bestu er metið, hvort og hvaða upplýsingar börn fá við málsmeðferðina, hvort og hvernig börnum er skipaður talsmaður og mögulegar kæruleiðir fyrir börn. Síðast en ekki síst eru niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman og leitast við að svara spurningunni: Njóta börn raunverulega sjálfstæðra réttinda við málsmeðferð og ákvarðanatöku um alþjóðlega vernd á Íslandi?

Samþykkt: 
  • 4.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rafræn yfirlýsing.pdf331.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sjálfstæð réttindi barna við málsmeðferð og ákvarðanatöku um alþjóðlega vernd.pdf670.96 kBLokaður til...03.09.2030HeildartextiPDF