is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31709

Titill: 
  • Drafnarsaga – Helga og Flekaskil
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • DRAFNARSAGA - Söguleg hjáskáldsaga (20 ein)
    Drafnarsaga fjallar um hvernig þrjú ungmenni reyna að ráða örlögum sínum í umróti hagsmunaátaka stórþjóða á þröskuldi nýrrar aldar, um og eftir 1500, í kaþólsku byggðinni í Hafnarfirði þar sem Hansakaupmenn reisa Dröfn, varanlegt borgarvirki til að verja hagsmuni sína. Sagan í þessu textabroti gerist árin 1477 og 1492. Helga Loftsdóttir, sem veit fátt um uppruna sinn, þráir að mennta sig og ferðast um heiminn. Hún vill standa jafnfætis körlunum sem svífast einskis í átökum sínum um hagsmuni og völd í því nýja samfélagi sem er að myndast. Örlög Helgu ráðast þegar hún verður ástfangin af Henry frá Englandi og reynir að forða föður sínum frá álitshnekki vegna óléttu sinnar, í átökum hans við Högna bónda á Hvaleyri. Henry föðurlausi, sem er óknyttastrákur og upprennandi þjófur, flýr klær réttvísinnar í Bristol á Englandi. Tilviljun ræður því að hann gerist laumufarþegi á portúgölsku skipi til Íslands. Á leiðinni beinbrotnar hann af völdum Ítalans Scarlatto og er skilinn eftir í Hafnarfirði. Henry endar í Hamarskoti undir vökulum augum Helgu og þar tvinnast örlög þeirra. Helmut Stein frá Hamborg hefur hug til mennta, hann vill verða prestur. Hann dreymir um að læra latínu alla daga og allt sem hægt er um vísindi og trú. Hans Stein, faðir hans, neyðir hann til Íslands að læra steinsmíði. Það hefur áhrif á samskipti þeirra feðga og breytir örlögum Helmuts og ævi. Drafnarsaga nær yfir árabilið 1477 til 1533 og fylgir þessum þremur ungmennum gegnum lífið og fléttar saman raunverulega og skáldaða atburði í bland við hjásögulega byggingu Drafnar, virkisborgar í Hafnarfirði.
    FLEKASKIL - ljóðahandrit (10 ein)
    Flekaskil eða nokkrar hugleiðingar út frá jarðfræði og kenningum Alfreds Wegeners sem hvílir frosinn á miðjum aldri djúpt í Grænlandsjökli, er safn ljóða sem lýsa tilfinningum og upplifunum hvíts karls á miðjum aldri. Það vakna spurningar um sprettuna á andlegum akri manns sem skynjar eigin dauðleika handan við hornið. Á hvaða vegferð er hann? Hvernig líður honum? Verður jarðarförin fjölmenn?

Athugasemdir: 
  • Höfundur færir leiðbeinanda bestu þakkir fyrir jákvæða og uppbyggilega gagnrýni á ritunartíma verkefnisins. Ennfremur er stjórnendum Íslenskrar erfðagreiningar þakkað fyrir þann skilning og sveigjanleika sem gerði höfundi kleift að sækja fyrirlestra í ritlistarnáminu á vinnutíma síðastliðin ár.
Samþykkt: 
  • 4.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Larus_Jon_MA_verkefni_DRAFNARSAGA_FLEKASKIL_5sept2018_LOKASKIL_PDF.pdf1.7 MBLokaður til...31.12.2035HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Lárus Jón MA ritgerð 2018 word.pdf176.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF