is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31710

Titill: 
 • Færeyingar á Austurlandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um vinnu Færeyinga á og við Austfirði á ofanverðri 19.öld og fram á miðja 20.öld. Á þessu tímabili, kom fjöldi Færeyinga til Austfjarða og settur mark sitt á þennan landshluta og höfðu bæði efnahagsleg og samfélagsleg áhrif.
  Þetta lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands inniheldur bæði fræðilega rannsókn og jafnframt mikilvægan miðlunarkafla sem er byggður á stóru safni ljósmynda frá Fornmunasafni Færeyja.
  Fræðilega rannsóknin snýst um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Færeyinga á þessu tímabili á Austfirði og viðhorf Íslendinga á Færeyingum. Þar er notast við ímyndafræði og samanburðarímyndafræði.
  Í nóvember 2017 setti ég upp ljósmyndasýningu í tengslum við lokahóf í einum áfanga í hagnýtri menningarmiðlun. Sýningin var sett upp í Háskólatorgi í Háskóla Íslands vakti mikla athygli og ég fór í viðtal á fréttatíma á Stöð 2 um sýninguna og þá rannsóknina að baki henni.
  Sýningin stóð yfir fram í byrjun janúar eða rétt um mánuð. Hef ég notað uppsetninguna á henni sem grunn að öðrum hugmyndum að sýningum um þetta efni, en hún var einnig góð viðbót í reynslubankann.
  Þegar kom að því að móta hugmyndir að frekari sýningum nýtti ég mér Safnahúsið við Hverfisgötu. Þar hef ég unnið síðustu þrjú ár, þekki það hús, kosti þess og galla við það að setja þar upp sýningar mjög vel. Ég útbjó nokkrar viðbætur við grunnsýninguna og sameinaði þær síðan í þrjár meginhugmyndir að stærri sýningum.

Samþykkt: 
 • 4.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð loka.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
20180904_133938.jpg2.03 MBLokaðurYfirlýsingJPG