is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31712

Titill: 
 • Ábyrgð lögreglumanna. Aðgerðarákvarðanir og valdbeiting á vettvangi.
 • Titill er á ensku Officer's liability. Operational decisions and use of force.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hlutverk og valdheimildir lögreglu koma fram í lögum en oft er um mikið inngrip í mannréttindi borgara að ræða. Vegna þess hversu víðfemt hlutverk lögreglunnar er þá eru flestar valdheimildir hennar hins vegar því marki brenndar að vera matskenndar. Þá skiptir máli að ábyrgð lögreglumanna á beitingu þessara heimilda sé jafnframt skýr. Það gerir það að verkum að oft og iðulega orkar tvímælis hvort lögreglumaður hafi haldið sig innan hinnar matskenndu heimildar.
  Markmið ritgerðarinnar er að skoða ábyrgð lögreglumanna vegna valdbeitingar þeirra í tengslum við skyldustörf úti á vettvangi og draga ályktun um það hvort hún sé nægilega rík eða of væg og þá hvort reglurnar um hana séu nógu skýrar. Í því skyni að ná fram markmiði ritgerðarinnar eru helstu meginreglur stjórnsýslu- og lögregluréttar reifaðar en þær má leiða beint eða óbeint af 13. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 sem gilda um alla löggæsluframkvæmd. Sérstaklega er fjallað um gildandi réttarreglur er varða valdheimildir lögreglu og þá einkum heimildir til líkamlegrar valdbeitingar í lögreglulögum og reglum um valdbeitingu lögreglu og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem gefnar voru út 22. febrúar 1999. Þar sem valdbeitingarreglur lögreglu voru settar að fyrirmynd norskra og danskra reglna um sama efni voru núgildandi reglur nágrannaþjóða okkar bornar saman við þær íslensku sem hafa ekki sætt endurskoðun frá setningu þeirra ólíkt þróun annars staðar á Norðurlöndunum.
  Valdheimildir lögreglu eru settar í samhengi við persónulega ábyrgð lögreglumanna á ákvörðunum sínum og athöfnum í þeim tilvikum sem þeir þurfa að beita valdi við skyldustörf og litið til þess hvernig sú ábyrgð skarast á við ábyrgð ríkisins á störfum þeirra. Megin þungi ritgerðarinnar lýsir þrenns konar ábyrgð lögreglumanna sem á getur reynt við beitingu þeirra á valdheimildum sem fylgja starfinu; refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð og ábyrgð á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
  Rannsóknarspurning ritgerðarinnar, hvort ábyrgð lögreglumanna sé nægileg skýr, leiðir af sér aðra spurningu, þ.e. hvort starfsskyldur þeirra séu nægilega skýrar enda svörin við þeim í órofa samhengi við hvor aðra. Litast niðurstöður ritgerðarinnar því af svörum þeirra beggja.
  Ritgerðin einkennist að mestu af hefðbundnum lögfræðilegum aðferðum, með umfjöllun um gildandi rétt (dogmatísk lögfræði) og lýsandi lögfræðilegum niðurstöðum (deskriptif). Er einkum litið til skrifa íslenskra fræðimanna, dómaframkvæmdar Hæstaréttar, álita umboðsmanns Alþingis og gildandi lagareglna. Litið er sérstaklega til erlendra fræðirita um lögreglurétt, bæði í Danmörku og Noregi, efninu til stuðnings. Auk íslenskrar og danskrar dómaframkvæmdar eru ákvarðanir og úrskurðir íslenskra og danskra stjórnvalda reifaðar.

Samþykkt: 
 • 4.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31712


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_skemma.pdf55.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Mastersritgerð.pdf1.43 MBLokaður til...05.09.2023HeildartextiPDF