is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31713

Titill: 
  • Vísar í rétta átt? Innleiðing árangursstjórnunar hjá opinberum söfnum á Íslandi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Innleiðing árangursstjórnunar hjá íslenska ríkinu hefur staðið yfir frá árinu 1990, í nokkrum bylgjum og nú með tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015) eru ríkisstofnanir staddar í miðri þriðju bylgjunni. Öllum stofnunum ríkisins er nú skylt að innleiða árangursstjórnun á því formi sem umgjörðin ákveður. Ritgerðin fjallar um innleiðingaferlið hjá íslenska ríkinu með áherslu á opinber söfn.
    Heimildaöflun og greining þeirra er víðtæk og dregur fram upplýsingar úr mismunandi áttum til að gefa sem gleggstu mynd af stöðu innleiðingarinnar hjá opinberum söfnum. Innleiðingarferlið hjá íslenska ríkinu er kortlagt allt frá upphafi umræðunnar í kringum 1990 til dagsins í dag. Þar sem kastljósi ritgerðarinnar er beint sérstaklega að söfnum var ákveðið að greina bæði umhverfi þeirra hér á landi og gefa innsýn inn í umhverfið í nokkrum löndum varðandi innleiðingu árangursstjórnunar. Til þess að dýpka enn frekar umræðuna um innleiðingu árangursstjórnunar innan opinberra safna á Íslandi er eitt sérstakt tilvik tekið fyrir í ritgerðinni og ennfremur eru kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var vorið 2018 og send öllum forstöðumönnum opinberra safna á Íslandi. Helstu niðurstöður benda til þess að opinber söfn séu komnar stutt á veg innleiðingar, þó hefur helmingur þeirra hafið hana. Í innleiðingarferlinu kristallast þær áskoranir sem felast í árangursstjórnun en afdrif hennar munu ráðast á því hversu vel árangursmælikvarðarnir ná utan um kjarna starfseminar, hversu mælanlegir þeir eru, hvernig eftirfylgninni er háttað og hvort stjórnendur sjái hag í að eyða í hana tilskildum tíma og fjármunum og þar með festa hana í sessi.

Samþykkt: 
  • 4.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ármann Guðmundsson- Vísar í rétta átt.pdf3,54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf29,38 kBLokaðurYfirlýsingPDF