Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/31714
Viðfangefni ritgerðarinnar er greining á samtímalist í framsetningu þriggja samtímalistamanna; Yoko Ono, Rirkrit Tiravanija og Gabriel Orozco. Nálgun efnisins felur í sér að skoða myndlist sem frásögn þar sem birting áhorfsins er sett á táknfræðilegt svið út frá táknfræði listasögunnar, sem er umfjöllunarefni listfræðingsins Norman Bryson og menningarfræðingsins Mieke Bal. Menningarlegt minni er skoðað út frá leiðarhugtökum sem eru notuð sem verkfæri í greiningu á myndlist Ono, Tiravanija og Orozco. Leiðarhugtök í greiningu Bal fela í sér leiðargildi hugtaka í ferð þeirra gegnum söguna; á merkingu, myndlíkingum, frásögnum og mýtum menningar. Leiðarhugtökin tengjast með því yrðingum sem gera það sem þær segja út frá kenningu J. L. Austin um málgjörðir
Stofnanavettvangurinn er umbreytingasvæði Ono, Tiravanija og Orozco en öll vinna þau með þá listrænu nálgun að viðtakendur klári verkið í stað listamannsins. Litið er á gjörðina sem listrænt ferli þ.e. eða að gera eða framkvæma verkið þar sem listamaðurinn/höfundurinn og hið efnislega er ekki í forgrunni. Í því felst að áhersla er lögð á að nota stofnanavettvanginn sem skammvinnan mótsstað fyrir sviðssetningu listarinnar. Listrænn tilgangur felur á þann hátt í sér að virkja áhorfendur eða viðtakendur verksins til þátttöku á huglægan hátt þar sem margbreytileiki túlkana gefur listinni gildi í samspili hversdagsmenningar. Færð eru rök fyrir því, út frá verkum og aðgerðum Ono, Tiravanija og Orozco, að afmörkun listarinnar byggi á útópískum strúktúr sem fjallar um að fólk taki afstöðu, með því að taka þátt á huglægan hátt. Listin er með því ekki stílbragð heldur háttur, þar sem hún fjallar um að hreyfa við strúktúr fastmótaðrar menningar og þeim merkingarmiðum sem hún byggir á.
The topic of the essay is an analysis of contemporary art as it appears in the presentation of three contemporary artists; Yoko Ono, Gabriel Orozco and Rirkrit Tiravanija. The analysis involves viewing art as a narrative where the gaze is placed on a symbolic level based on the semiotics of art history, which is the topic of the art historian Norman Bryson and the cultural studies scholar Mieke Bal. Their hypothesis is that all interpretations in semiotics are different, since the signifié is always linked to something personal and any decoding of the symbol is therefore infinite and unstable. Both emphasize rhetorical questions where the narratives take semiotic turns against the meaning that has been presented within the institutional culture, which is their way of criticizing the methodological approach to put artwork in a specific context, by choosing a certain meaning above others.
Cultural memory is viewed in terms of travelling concepts, which are utilized as tools to analyse the effects of the work of the three artists. Travelling concepts, according to Bal, involve the guiding value of concepts in their journey through history; of meaning, metaphors, narratives, and the myths of culture. Travelling concepts thus connect to performative utterances that operate by doing what they state, in terms of J. L. Austin’s theory of speech acts. It is within the realm of institutions that Ono, Tiravanija og Orozco work in achieving their transformations, based on the artistic premise that the spectator completes the work instead of the to artist. To-do is therefore seen as an artistic process, i.e. to make or execute the work when the artist/author and the work‘s material aspects are not the main issue. This involves that an emphasis on using the institutional sphere as a transient meeting-place for the mise-en-scene of art. The artistic aim is in that way to activate the audience or those who receive the work to participate in a subjective way, a situation where the diversity of interpretations transforms the art and gives it value in the context of the culture of the everyday. In the essay it is argued, based on the work and actions of Ono, Tiravanija, and Orozco, that the framing of art depends on a utopian structure that deals with people taking a stand, by subjective participation. Thus art becomes modal, rather than stylistic, in the way it affects the structures of rigid cultural institutions and the labeling tactic it depends upon.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Afmörkun myndlistar Hulda Ágústsdóttir.pdf | 8,21 MB | Locked Until...2026/09/04 | Complete Text | ||
Hulda yfirlýsing.pdf | 94,93 kB | Locked | Declaration of Access |