is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31719

Titill: 
  • Auðkennisþjófnaður í samhengi íslenskra laga og internetsins
  • Titill er á ensku Identity theft in the context of Icelandic law and the Internet
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um auðkennisþjófnað í samhengi íslenskra laga og internetsins. Hugtakið „auðkennisþjófnaður“ er hvergi að finna í íslenskum lögum og getur reynst erfitt að henda reiður á hvað fellur þar undir þar sem samræmda skilgreiningu á alþjóðavettvangi skortir. Þrátt fyrir að auðkennisþjófnað megi ekki finna í sérstöku ákvæði eða lögum eru mörg ákvæði annarra laga sem ná yfir þá háttsemi á einhvern hátt. Til að öðlast betri skilning á hugtakinu verður leitast við að draga fram hvað í því felst, flokka háttsemina eftir tilgangi og kanna hvort nauðsynlegt sé að skilgreina auðkennisþjófnað og setja í lög. Í nútímasamfélagi, þar sem persónuupplýsingar eru allt í kringum okkur, er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart auðkennisþjófnaði á netinu. Auðkenni eru hluti af persónuupplýsingum og þar með friðhelgi einkalífs. Verðmæti þessara upplýsinga gerir það að verkum að þær eru eftirsóttar hjá óprúttnum aðilum sem nota margvíslegar aðferðir til að verða sér út um þær. Síðan eru þær misnotaðar í fjárhagslegum tilgangi, til svika, ærumeiðinga o.fl. Niðurstöður ritgerðarinnar varpa ljósi á það hvort setja þurfi sérstök lög eða ákvæði sem varða auðkennisþjófnað til verndar einstaklingum og þá hvort háttsemin sjálf eigi að teljast sérstakt afbrot. Einnig verður athugað til hvaða aðferða er hægt að grípa til að sporna gegn auðkennisþjófnaði á netinu.

  • Útdráttur er á ensku

    This Master’s Thesis in Law examines the concept of identity theft in the context of Icelandic law and the Internet. The definition of identity theft can be elusive since it’s not to be found in Icelandic or international law. Despite this fact there are several other laws that cover the different aspects of stealing someone’s identity. To further understand the concept the thesis will seek to elicit the core of the concept, sort the act itself into categories and explore whether it’s necessary to define it and put it into law once and for all. In today’s contemporary society personal information are everywhere and it’s important to be on guard for online identity theft. As part of personal information, identity is also a part of the right to respect for privacy. The value of this information makes it highly sought after by dishonest individuals who use a variety of ways to obtain it. The information is then used for fraudulent purposes, defamation of character and so on. The conclusion of the thesis will shed light on whether there is need for special laws or provisions that concern identity theft and whether identity theft should be a specific offence. Many ways to improve online safety regarding identity theft will also be discussed.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_logfraedi_AntonEmilIngimarsson_loka.pdf1.23 MBLokaður til...27.03.2051HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf505.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF