is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31721

Titill: 
  • Hvað viltu lesa? Hvað vilja ungmenni lesa og hvernig vilja þau nálgast lesefnið?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar litið er til íslenskrar bókaútgáfu, sem er mjög fjölbreytt á heildina litið, má sjá að hún er ekki jafn öflug á öllum sviðum. Þar má helst nefna að takmarkað magn ungmennabókmennta er gefið út á íslensku. Það sést best þegar litið er á Bókatíðindi 2017 en aðeins 14 bækur ætlaðar ungmennum komu út það árið og er stór hluti þeirra nær því að vera unglingabækur heldur en ungmennabækur. Ungmenni eru kölluð „young adults“ á ensku og skilgreind sem fólk á seinni táningsárum fram á þrítugsaldur; u.þ.b. 15-25 ára. Tilfinning höfundar er sú að takmörkuð útgáfa á efni fyrir þennan tiltekna aldurshóp eigi rætur sínar að rekja til skorts á fyrirliggjandi upplýsingum um það hvers konar umfjöllunarefni höfði hvað mest til þeirra. Sumarið 2018 rannsakaði höfundur hvað ungmenni langar til að lesa svo hægt sé að auðga útgáfu á bókmenntaverkum sem höfða til þessa aldurshóps. Auk þess var athugað hvort þau hefðu skoðun á framsetningu bókmennta, til dæmis hvort bækur fyrir þeirra aldurshóp ættu að koma út á hinu hefðbundna prentaða formi, sem hljóðbækur eða sem rafbækur. Tekin voru viðtöl við hóp ungmenna og lesa má viðtölin í heild sinni í viðauka ritgerðarinnar. Jafnframt er velt vöngum yfir því hve illa unglinga og/eða ungmennabækur hitta í mark hjá viðtökuhópnum. Þar má nefna ástæður líkt og menningarmun milli þeirra sem skrifa og gefa út bækur, sem er í lang flestum tilfella fullorðið fólk, og ungmenna en notuð var kenning Edwin Ardener um þaggaða hópa samfélagsins til að útskýra þennan tiltekna, nánast ósýnilega, menningarmun ungmenna og fullorðinna.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YFIRLYSING.pdf401.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sigridur_Tilbuid_MA_hvadviltulesa copy.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna