is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31722

Titill: 
  • Virk og óvirk ábyrgð fyrirtækja. Áhrif fyrirtækjamenningar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Greinarmunur hefur verið gerður á tvenns konar ábyrgð. Annars vegar er talað um óvirka ábyrgð – hvernig ábyrgð er rakin eftir að eitthvað á sér stað. Hins vegar er svo talað um virka ábyrgð – að einhver sé ábyrgur einstaklingur, að eitthvað eða einhver breyti af ábyrgð. Hvað siðferðilega vafasamt athæfi fyrirtækja varðar getur verið erfitt að segja til um hver beri ábyrgð á gjörðum þeirra og hvernig þau eigi að axla ábyrgð. Fyrirtæki samanstanda af heild einstaklinga, en oft og tíðum getur reynst ómögulegt að rekja gjörðir þeirra til einstakra manna. Ýmsir áhrifaþættir hafa sitt að segja um breytni þessara einstaklinga. Einn þeirra – fyrirtækjamenning – getur haft víðtæk áhrif á siðferðileg viðhorf. Sú spurning sem reynt er að svara í ritgerðinni er því þessi: Hver er virk og óvirk ábyrgð fyrirtækja og hvaða áhrif hefur fyrirtækjamenning á ábyrgð einstaklinga?
    Ritgerðin skiptist í fjóra hluta. Í fyrsta hlutanum er rætt um ábyrgð hópa ásamt því að skilyrði virkrar og óvirkrar ábyrgðar eru útlistuð. Í öðrum hlutanum er fjallað um óvirka ábyrgð og mismunandi leiðir sem farnar hafa verið við að rekja ábyrgð á gjörðum fyrirtækja. Fjögur mismunandi líkön sem notast hefur verið við til að rekja ábyrgð innan fyrirtækja verða skoðuð – persónulíkanið, heildarlíkanið, einstaklingslíkanið og stigveldislíkanið. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er virk ábyrgð einstaklinga innan fyrirtækja til umfjöllunar. Þar er fjallað um þá siðferðilegu skyldu sem menn bera sem ábyrgir einstaklingar og að sú skylda sé óháð hinni óvirku ábyrgð og lagalegri- og fjárhagslegri ábyrgð. Jafnframt er fjallað um nokkrar mismunandi afsakanir sem menn geta haft fyrir ósiðlegri breytni sinni. Í fjórða og síðasta hluta ritgerðarinnar eru áhrif fyrirtækjamenningar á virka ábyrgð einstaklinga svo til skoðunar, ásamt tengslum hennar við leiðir óvirkrar ábyrgðar.

  • Útdráttur er á ensku

    A distinction has been made between two types of responsibility. Passive responsibility is the act of holding someone to account. Active responsibility, on the other hand, is being a responsible person or acting out of virtue. Tracing responsibility for morally questionable conduct of organisations can be a challenging task and it is often unclear how they can act responsibly. External factors can influence the moral behaviour of individuals in organisations. One of these factors – organisational culture – can have extensive effects. In the thesis, it is therefore attempted to answer the following question: What is the passive and active responsibility of corporations and what effect does organisational culture have on individual responsibility?
    The thesis consists of four chapters. In the first one, collective responsibility is discussed along with the conditions of passive and active responsibility. The second chapter looks at passive responsibility and four approaches to tracing responsibility. In the third chapter active responsibility is discussed and so are several external factors that influence the responsibility of individuals. The fourth and last chapter then examines the influence of corporate culture and its influence on passive responsibility.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virk og óvirk áhrif fyrirtækja - Þorkell Einarsson.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf2.47 MBLokaðurYfirlýsingPDF