is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31725

Titill: 
  • Störf og ábyrgð endurskoðenda
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir störfum og ábyrgð endurskoðenda og fjalla um það hlutverk sem endurskoðun er falið í samfélaginu. Miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum í regluverki um endurskoðendur og endurskoðun. Fjallað er um það hvaða leiðir hafa verið farnar til þess að tryggja óhæði endurskoðenda og gæði endurskoðunar og hvernig brugðist var við þeirri umræðu um endurskoðunarstéttina sem spratt upp í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008. Gerð er grein fyrir sögu endurskoðunarstéttarinnar og þeirri þróun löggjafar sem átt hefur sér stað, bæði hér á landi og í Evrópu. Fjallað er um hina sérstöku stöðu sem endurskoðendur eru í við framkvæmd endurskoðunarstarfa, þar sem þeir eru bæði að selja þjónustu og að sinna sérstöku eftirlitshlutverki á sama tíma. Þá er fjallað er um þær skyldur sem hvíla á endurskoðendum við framkvæmd starfa sinna á grundvelli laga nr. 79/2008 um endurskoðendur. Ásamt því að horfa til laganna er fjallað um alþjóðlega endurskoðunarstaðla og þannig er reynt að lýsa endurskoðunarferlinu og þeirri vinnu sem liggur að baki áritun endurskoðanda á ársreikning. Sérstaklega er fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til svokallaðra eininga tengdra almannahagsmunum enda hefur verið lögð rík áhersla á að bæta kröfur til slíkra eininga á síðustu árum. Þar hafa meðal annars verið gerðar auknar kröfur til óhæðis og upplýsingaskyldu endurskoðenda og hlutverk endurskoðunarnefnda slíkra eininga aukið. Gerð er grein fyrir eftirliti með endurskoðendum og þeim eftirlitsaðilum sem því sinna. Einnig er fjallað um úrræði eftirlitsaðila og mögulega ábyrgð endurskoðenda ef illa fer. Við þessa umfjöllun er sérstaklega höfð hliðsjón af nýjum reglum Evrópusambandsins sem tóku gildi árið 2016. Horft er til þess hvaða breytinga er að vænta í löggjöf hér á landi á þessu sviði. Í því samhengi er horft til Danmerkur og Noregs og fjallað um þær breytingar sem þar hafa verið gerðar, eða verið er að gera, á lögum um endurskoðendur.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kalman Stefánsson.pdf880.48 kBLokaður til...01.01.2068HeildartextiPDF
Gimli_20180905_113000.pdf21.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF