is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31732

Titill: 
  • Forsjárréttur seinfærra foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í 23. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um virðingu fyrir heimili og fjölskyldu. Þar er kveðið á um að aðildarríkin skuli tryggja rétt fatlaðs fólks í öllum málum sem lúta að hjónabandi, fjölskyldu, foreldrahlutverki og samböndum, á sama hátt og gildir um aðra. Með samningnum eru jákvæðar skyldur lagðar á aðildarríki um að styðja fatlaða foreldra í foreldrahlutverki sínu en jákvæðar skyldur í tengslum við réttinn til fjölskyldulífs eru einnig lagðar á íslenska ríkið með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og mannréttindasáttmála Evrópu. Í íslenskum lögum og venjum er ekki ljóst hvernig ríkið uppfyllir jákvæðu skyldur sínar samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasamningum.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvernig réttur seinfærra foreldra til forsjár barna sinna er virtur hér á landi. Í fyrsta lagi verður réttur fatlaðs fólks til fjölskyldulífs skoðaður í alþjóðalögum og íslenskum lögum. Leitast verður eftir því að svara hvort íslensk löggjöf tryggi rétt fatlaðs fólks til stuðnings í foreldrahlutverki sínu, eins og kveðið er á um í mannréttindasamningum. Í öðru lagi eru forsjármál seinfærra foreldra fyrir Hæstarétti skoðuð með það í huga að athuga hvort og hvernig réttur seinfærra foreldra er virtur og hvað mætti gera öðruvísi svo betur sé staðið við mannréttindalegar skuldbindingar ríkisins. Að lokum eru tillögur til úrbóta settar fram.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31732


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Sóley Frostadóttir.pdf730.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf213.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF