is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31735

Titill: 
 • Réttur til hugsana-, samvisku- og trúfrelsis
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Trúfrelsi hefur löngum verið talið til grundvallarmannréttinda sem beri að vernda og er ákvæði þess efnis að finna í öllum helstu mannréttindasáttmálum. Þar að auki eru trúarbrögð, trú, lífsskoðanir, samviska, sannfæring og þ.u.l. almennt einn eða fleiri þeirra þátta sem taldir eru upp í jafnræðisreglu helstu alþjóðasamninga og öðlast þannig vernd á grundvelli jafnréttis, þ.e. bannað er að mismuna á þeim grundvelli. Í þessari ritgerð verður fjallað um hugsana-, samvisku- og trúfrelsi og bann við mismunun á grundvelli trúar og lífsskoðana. Umfang gildissviðs helstu viðeigandi trúfrelsisákvæða á alþjóðavettvangi, í evrópskum og íslenskum rétti verður kannað en í umfjölluninni verður stuðst við dómaframkvæmd og aðra framkvæmd hlutaðeigandi stofnana.
  Til að byrja með verður veitt innsýn í mismunandi túlkun hugtaka sem fjallað verður um í ritgerðinni auk þess sem farið verður stuttlega yfir sögulega þróun trúfrelsis í helstu nágrannaríkjum okkar og á Íslandi.
  Í þriðja kafla verður athyglinni beint að Sameinuðu þjóðunum, aðdraganda verndar trú- og lífsskoðanafrelsis innan regluverks þeirra og þróun frelsisins frá stofnun samtakanna. Fjallað verður um trúfrelsisákvæði Mannréttindayfirlýsingar Sþ og Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
  Fjórði kafli verður helgaður Mannréttindasáttmála Evrópu og gildissviði 9. gr. sáttmálans sem kveður á um hugsana-, samvisku- og trúfrelsi. Við skoðun á túlkun ákvæðisins verður stuðst við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og skýrslur og ákvarðanir Mannréttindanefndar Evrópu. Seinni málsl. 9. gr. sáttmálans kveður á um frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu og verður lögð áhersla á þær takmarkanir sem kveðið er á um í 2. mgr. ákvæðisins og það svigrúm sem aðildarríki hafa til að meta nauðsyn takmörkunar frelsisins. Í lok kaflans verður farið stuttlega yfir jafnræðisreglu 14. gr. sáttmálans og 1. gr. 12. samningsviðauka við sáttmálann.
  Í fimmta kafla verður einkum fjallað um fyrrgreindar tilskipanir Ráðsins (e. Council of the European Union) á sviði jafnréttis og eðli verndar trú- og lífsskoðanafrelsis samkvæmt þeim. Vikið verður að því hvernig mismunun á grundvelli trúar og lífsskoðunar getur mögulega skarast við aðra þætti jafnræðisreglunnar, svo sem kynþátt og uppruna.
  Í sjötta kafla verður farið yfir innlendan rétt er snýr að trú- og lífsskoðanafrelsi auk þess að líta til innlendrar löggjafar er snýr að banni við mismunun á grundvelli framangreindra þátta.

Samþykkt: 
 • 5.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31735


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig Anna Guðmundsdóttir.pdf960.43 kBLokaður til...01.09.2100HeildartextiPDF
Yfirlýsing-Skemman.pdf237.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF