is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31743

Titill: 
  • Takmörkun á upplýsingarétti almennings á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að afmarka umfang og takmörkun undanþáguákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umfjölluninni verður einblínt á þau sjónarmið sem fram koma í ákvæðinu, lögskýringargögnum, auk þeirra sem lögð hafa verið til grundvallar í réttarframkvæmd. Þá er litið til framkvæmdar annarra ríkja á sambærilegu ákvæði, með það fyrir augum að varpa ljósi á hugtakanotkun ákvæðisins. Hver séu, og hvernig sé verið að nýta þau sjónarmið sem hafa verið lögð til grundvallar í þeim ríkjum. Erfitt getur reynst að afmarka með nákvæmum hætti hvað felst í þeim sjónarmiðum og þeim viðmiðum sem leggja ber til grundvallar við hagsmunamat úrlausnaraðila. Til þess að skera úr um þetta atriði þarf að vega og meta þá andstæðu hagsmuni sem vegast á, í sérhverju máli. Annars vegar hagsmuni almennings, að upplýsingarnar séu veittar og hins vegar hagsmuni einkaðila, það er fyrirtækja eða annarra lögaðila, að þeim sé haldið leynt. Við matið verði ávalt að hafa meginreglu stjórnsýsluréttarins um skyldubundið mat í huga, þar sem hún leggur ákveðin ramma sem úrlausnaraðilum ber að vinna eftir. Þannig dregur hún að afmörku leyti úr því svigrúmi úrlausnaraðila við mat á því hvort veita eigi aðgang að umbeðnum gögnum. Innan þess ramma hafa verið lögð ákveðin sjónarmið, t.am. hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið til eðlis, framsetningu og aldur umbeðna upplýsinga.
    Vendipunkturinn er sá að þegar öllu er á botninn hvolft skal ávallt fara fram einstaklingsmiðað og heildsætt mat á fyrirliggjandi aðstæðum. Þá hver séu áhrif upplýsingargjafar og hvernig hún horfir við aðilum.

Samþykkt: 
  • 5.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aron Hugi Helgason.pdf1.4 MBLokaður til...30.03.2100HeildartextiPDF
Lokaverkefni - Yfirlýsing.jpg813.62 kBLokaðurYfirlýsingJPG