is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31746

Titill: 
  • Viðskiptaþjónusta íslensku sendiskrifstofanna: Upplifun íslenskra fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um upplifun íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþjónustu íslensku sendiskrifstofanna en markmiðið með henni var að svara rannsóknarspurningunni um hver væri upplifun íslenskra fyrirtækja á þjónustunni. Gerð var rannsókn sem var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og hálfstöðluð viðtöl tekin við fulltrúa tíu fyrirtækja sem höfðu reynslu af þjónustunni. Viðtalsrammi var hafður til hliðsjónar. Rannsóknargögnin voru unnin samkvæmt grundaðri kenningu, skipt upp í þemu og síðan kóða. Það gerði rannsakanda kleift að öðlast skilning á upplifun viðmælenda og svara þannig rannsóknarspurningunni. Viðmælendur komu úr tveimur geirum, matvælageiranum og lista- og menningargeiranum.
    Niðurstöðurnar voru þær að almennt séð var upplifun viðmælenda á viðskiptaþjónustunni jákvæð. Fyrir flesta viðmælendur var aðstaðan mikilvægur kostur við þjónustuna, þ.e. það að geta haldið móttökur og aðra viðburði í samstarfi við sendiskrifstofurnar, og þá virðist sú virðing sem er oft í kringum sendiráð og sendiherra erlendis spila mikilvægt hlutverk. Einnig var talað um mikilvægi þjónustunnar þegar það kemur að ráðgjöf og aðstoð við að komast inn á nýja markaði. Hreyfing starfsfólks á milli starfstöðva var nefndur af nokkrum viðmælendum sem ákveðinn veikleiki á þjónustunni og þá var einnig talað um að áhugi starfsfólks móti stundum þjónustuna. Jafnframt virðist það að nýta þjónustuna geta styrkt tengslanet fyrirtækis og sumir höfðu séð bein jákvæð áhrif á árangur.
    Niðurstöðurnar eiga bæði erindi við utanríkisþjónustuna og þá sem henni sinna, þá sérstaklega viðskiptaþjónustunni, en einnig fyrirtæki sem íhuga að nýta sér viðskiptaþjónustuna. Þó það sé ekki ætlunin með rannsókninni að alhæfa út frá niðurstöðunum er það von rannsakanda að hún muni nýtast ofangreindum hagsmunaaðilum og mögulega styrkja þjónustuna.

Samþykkt: 
  • 6.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
[Untitled].pdf506.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Viðskiptaþjónusta íslensku sendiskrifstofanna-Lokaskil.pdf644.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna