is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31749

Titill: 
 • "Ég um mig frá mér til mín" Viðhorf og upplifun fjarnema á landsbyggðinni af upplýsingaþjónustu varðandi háskólanám
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta fjallar um niðurstöður rannsóknar á viðhorfum og upplifun fjarnema á landsbyggðinni af upplýsingaþjónustu varðandi háskólanám.
  Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka sjónarmið og upplifun háskólanema í fjarnámi sem búsettir eru úti á landi, varðandi þá upplýsingaþjónustu og aðstöðu sem þeim stendur til boða. Eigindlegri aðferðafræði var beitt við rannsóknina og stuðst við aðferðir grundaðrar kenningar. Tekin voru sjö hálfopin viðtöl við fjarnema sem eru búsettir á landsbyggðinni en stunda nám við íslenska háskóla.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir fjarnemar sem talað var við voru almennt jákvæðir gagnvart þeirri upplýsingaþjónustu sem þeim stendur til boða. Þörf fyrir þjónustuna var mismunandi og misjafnt hversu stíft var leitað eftir henni. Í ljós kom að óformleg upplýsingaþjónusta var fjarnemunum ekki síður mikilvæg en sú formlega enda fengu fjarnemarnir líka upplýsingar hjá samnemendum, félögum og með því að leita að upplýsingum á netinu.
  Í ljós kom að ýmislegt er hægt að gera til að bæta upplýsingaþjónustu til fjarnema. Til dæmis mætti reyna af öllum mætti að styrkja tengslanet fjarnema, en þegar tengsl voru góð fengu flestir fjarnemarnir betri upplýsingar. Einnig þarf sums staðar að ráðast í úrbætur í tæknimálum, bæta aðstöðu sem fjarnemum er búin í heimabyggð og efla starfsfólk sem starfar við upplýsingaþjónustu við fjarnema. Stjórnvöld geta gert ýmislegt betur í þessum málaflokki annað en að leggja fram stefnur til úrbóta. Nóg hefur verið gert af því og komið að því að láta verkin tala.

Samþykkt: 
 • 7.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MIS Bjorg Bj.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 6. sep. 2018.pdf263.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF