is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3175

Titill: 
  • Rafmeðferðir: lækning eða pynding fyrir sjúklinga með þunglyndi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sögu rafmeðferða má rekja aftur til ársins 1938 þegar tveir Ítalir prófuðu sig áfram með rafmagn til að lækna sjúklinga Þar áður höfðu verið gerðar tilraunir með lyf til að framkalla flog, þar á meðal insúlín og metrazol, en þess konar lækningar voru ekki stundaðar lengi. Rafmeðferð er framkvæmd með tveimur rafskautum sem sett eru á höfuðkúpuna þar sem straumur er sendur í gegnum heilann í því skyni að núllstilla heilastöðvar í bataskyni fyrir sjúklinga, án þess þó að nokkurn tímann hafi verið vitað nákvæmlega hvað það er sem gerist þegar henni er beitt. Í upphafi var meðferðin aðeins gefin geðklofasjúklingum en þá voru sjúklingarnir vakandi og fengu engin lyf til að þola hana betur. Rafmeðferðir hafa verið umdeildar allt frá fyrstu tíð og sterkar skoðanir hafa ávallt fylgt þeim, bæði jákvæðar og neikvæðar. Þó hefur neikvæðari umræða haft yfirhöndina að miklu leyti vegna þeirra misnotkunar sem átti sér stað í upphafi, en erfitt hefur reynst að útiloka þær ímyndir sem fylgt hafa síðan þá. Síðan fyrstu meðferðinni var beitt hefur mikið breyst varðandi framkvæmdina og þá tækni sem notuð er. Miklar framfarir urðu þegar farið var að nota svæfingarlyf, vöðvaslakandi og súrefni. Í nútímanum eru viðstaddir geðlæknir sem sér um framkvæmdina, svæfingarlæknir og hjúkrunarfræðingur. Í dag er henni aðallega beitt á fólk sem þjáist af alvarlegu þunglyndi og hefur ekki svarað þunglyndislyfjum. Enn er þörf á frekari rannsóknum til handa rafmeðferðum, ekki síst til að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur allt frá upphafi um það hvað hún gerir í raun.

Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rafmedferdir_linda_disa_fixed.pdf433.42 kBOpinnRafmeðferðir: lækning eða pynding fyrir sjúklinga með þunglyndi -heildPDFSkoða/Opna