Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31754
Ritgerðin er lokaverkefni til B.A gráðu í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Hún fjallar um ævi Zhou Enlai (1898-1976), fyrrum forsætis- og utanríkisráðherra Kína, og hluverk hans í Menningarbyltingunni í Kína.
Fjallað verður um ævi og störf Zhou Enlai frá barnæsku allt til dauðadags. Farið verður yfir þá atburði sem mótuðu hann á yngri árum og vegferð hans með Kommúnistaflokknum og sigur kommúnista á þjóðernissinum í borgarastríðinu í Kína, þar sem hann hafði mikil áhrif á útkomu stríðsins. Fjallað verður um störf hans sem forsætis- og utanríkisráðherra Kína frá stofnun Alþýðulýðveldisins árið 1949 fram að Menningarbyltingunni sem hófst árið 1966. Að því loknu verður fjallað almennt um Menningarbyltinguna í Kína og hlutverk Zhou Enlai, sem hægri hönd Mao, í henni og lagt mat á það hvort hann var samsekur í hörmungunum (brennuvargur) eða hafi í raun bjargað því sem bjargað varð (brunaliði).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Daði Sveinsson.pdf | 797.89 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlising.jpg | 74.72 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |