is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31759

Titill: 
  • Viðhorf starfsmanna ljósvakamiðla til rafrænna mælinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hlutverk rafrænna mælinga út frá sjónarhorni ljósvakamiðla en mælingunum er ætlað að skýra hverjir séu neytendur ákveðinna ljósvakamiðla. Fjölmiðlar væru ekki eins og við þekkjum þá í dag nema fyrir tilstilli auglýsingatekna og skapast því rík þörf miðlanna til að vita hverjir notendur þeirra eru. Niðurstöður rafrænna mælinga eru notaðar af auglýsendum til greiningar á þeim einstaklingum sem þeirra auglýsing náði til. Þá nýta miðlarnir upplýsingarnar einnig til uppbyggingar dagskráar eða verðskrá. Líkt og flest önnur mælitæki hafa rafrænar mælingar verið gagnrýndar en þó hefur ekkert annað mælitæki komið fram sem hefur sýnt fram á betri niðurstöður. Ætlun rannsóknarinnar er að veita innsýn í hlutverk mælinganna og lýsa eiginleikum mælitækisins með tilliti til örra tækniþróanna. Mikilvægt er að rannsaka viðhorf þeirra sem starfa við mælingarnar en engin sambærileg rannsókn hefur verið framkvæmd hér á landi.
    Rannsakandi tók viðtöl við fimm einstaklinga á útvarps- og sjónvarpsmarkaði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að með tilkomu sinni á markað gjörbylti tækið mælingum í því formi sem þær þekktust áður. Þó er ljóst að mælitækið hefur ekki þróast samhliða tækniþróunum síðustu ára og því hafa miðlarnir fundið sínar eigin leiðir til að mæla raunáhorf eða -hlustun. Þá leiddu niðurstöður einnig í ljós að úrtak mælinganna eru að mati viðmælenda ekki nógu breytt til að hægt sé að alhæfa niðurstöðurnar yfir á íslensku þjóðina en auglýsingamarkaðurinn veltir milljörðum á ári og því er gríðarlega mikið fjármagn í höndum úrtaksins. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að breytinga er þörf hvað varðar mælitækið og þá leggur rannsóknin grunn fyrir frekari rannsóknir á sviði rafrænna ljósvakamælinga.

Samþykkt: 
  • 10.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DagnyEir_RafraenarMaelingar.pdf407.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf376.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF