is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31761

Titill: 
 • Aldursvænar borgir. Íbúasamráð við undirbúning verkefnisins hjá Reykjavíkurborg
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um íbúasamráð í tengslum við þátttöku Reykjavíkurborgar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar um aldursvænar borgir. Íbúasamráð í verkefni Reykjavíkurborgar um aldursvænar borgir er af tvennum toga eða á tveimur þátttökustigum. Annars vegar var haldinn stór fundur í upphaf verkefnisins þar sem grunnupplýsingum var safnað frá eldri borgurum og hins vegar voru stofnaðir starfshópar um afmarkaða þætti verkefnisins með aðkomu hagsmunaaðila sem unnu nánar með niðurstöður. Rannsóknarspurning þessa verkefnis er hvort að þessi aðferð hafi leitt til niðurstöðu sem skilgreina mætti sem réttmæta í skilningi innra og ytra réttmætis þ.e. hvort að upplýsingar sem safnaðar voru á upphafsfundi hafi verið lýsandi fyrir skoðanir og hugmyndir eldri borgara almennt. Rannsókn þessi miðar að því að kanna þetta með því að framkvæma rannsókn á öðru sniði en þeirri sem liggur að baki upphafsfundarins. Haldinn var rýnihópur um efnið og niðurstöður bornar saman.
  Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er sú að rýnihópurinn bætti litlu til áhrifa á skipulag verkefnisins. Það er vísbending um að fyrri aðferð hafi verið fullnægjandi m.t.t. ytra réttmætis. Við samanburð á niðurstöðum kemur í ljós að gildi þess að íbúaþátttaka sé á tveimur þátttökustigum er mikið en þó nokkur mál komu upp innan rýnihópsins sem voru afgreidd af starfshópunum án þess að sambærileg umræða hafi komið upp á upphafsfundinum. Þá kemur fram í niðurstöðum að vægi staðbundinna þátta er nokkurt sem bendir til þess að æskilegt getur verið að skipuleggja verkefnið eftir hverfum ef það reynist ekki of íþyngjandi í framkvæmd.
  Lagt er til að við næstu umferð verkefnisins verði sérstaklega hugað að því að safna upplýsingum frá hópum sem eru í meiri þjónustuþörf og frá þeim sam almennt njóta ekki núverandi þjónustu sveitarfélagsins. Þá getur verið gagnlegt að beita öðrum rannsóknaraðferðum en þeim sem þegar hafa verið framkvæmdar. Lögð er til blöndun aðferða á síðari stigum verkefnisins en blöndun eigindlegra og megindlegra aðferða getur styrkt ytra réttmæti niðurstaðna.
  Lykilorð: Aldursvænar borgir, íbúasamráð, Reykjavikurborg, World Café, rýnihópar, réttmæti.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to evaluate the public participation methods used by Reykjavik City in the planning stages of its participation in the World Health Organization project Age Friendly Cities. Reykjavik City organized public participation in this project on two distinct levels. The first level was during the initial information gathering stage with a large meeting that collected information and ideas from older citizens. The second level was with the participation of older citizens in smaller, defined working groups tasked with translating the initial ideas and information into specific goals and targets used in the project. The main objective of this study is to answer the question of whether the methods used returned valid information from older citizens in terms of internal and external validity. To achieve this goal a second study was conducted using the focus group method and results were compared.
  The main finding of this study is that the focus group approach added little information that would have influenced the project. This indicates that the earlier results were valid in terms of external validity i.e. the initial results could be considered representative for the group of older citizens as a whole. Furthermore, through a comparison of results the importance of the second level of public participation was confirmed as many of the focus group results that were not addressed in the initial information-gathering meeting were later addressed by the working groups. A separate finding is that many of the topics discussed by the focus group are neighborhood-specific which could influence the optimal design of the project moving forward if a change to a more neighborhood-specific focus does not prove too costly or complex in implementation.
  Recommendations for the next cycle of the project include collecting information from citizens with more complex needs and those who do not currently use the cities services. Other research methods may be appropriate to study this group. A mixed method is recommended for later stages of the project as a blending of qualitative and quantitative methods may increase external validity.
  Keywords: Age Friendly Cities, Reykjavik City, public participation, World Café, focus groups, validity.

Samþykkt: 
 • 10.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna_JVP 2709794409_08.09.2018.pdf148.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Aldursvænar borgir MPA opinber stjórnsýla 2018.pdf1.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna