is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31762

Titill: 
 • Hefur innri markaðssetning áhrif á niðurstöður fyrirtækja í vali á Stofnun ársins?
 • Titill er á ensku Does internal marketing impact outcome of institutions participating in Stofnun ársins?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Innan markaðsfræðinnar hefur það löngum verið talinn farsæll vegur til velgengni að fyrirtæki leggi upp úr því að þekkja og skilja þarfir núverandi og mögulegra viðskiptavina. Í dag eru fleiri fyrirtæki farin að átta sig á mikilvægi þess að þekkja þarfir og kröfur
  starfsfólks síns. Ein viðurkennd leið til þess að mæta umræddum þörfum og um leið auka á starfsmannaánægju og árangur er notkun innri markaðssetningar. Innri markaðssetning snýst í grunninn um þá sýn að stjórnendur og fyrirtæki líti á og komi fram við starfsfólk sitt sem innri viðskiptavini. Verkefni innri markaðssetningar eru
  margþætt en einn liður í því er upplýsingaöflun á borð við innanhúskannanir eins og Stofnun ársins. Stofnun ársins er viðamesta starfsmannakönnun sem er framkvæmd hérlendis. Flestir starfsstaðir Reykjavíkurborgar og ríkisins taka þátt í könnuninni en
  Starfsmannafélag Reykjavíkur, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Gallup standa að framkvæmdinni. Niðurstöður könnunarinnar eru mælikvarði á frammiðstöðu stofnana sem mælir meðal annars starfsánægju. Niðurstöðurnar geta gefið stjórnendum skýra sýn á hvað í starfinu er vel unnið og hvað má bæta. Markmið þessa verkefnis var að skoða hvort að innri markaðssetning hefði áhrif á starfsánægju þeirra stofnana sem hafa setið ofarlega eða neðarlega í Stofnun ársins síðustu 5 árin. Leitast var eftir að svara rannsóknarspurningunni; Hefur innri
  markaðssetning áhrif á niðurstöðu fyrirtækja í vali á Stofnun ársins? Notast var við eigindlega aðferðfarfræði þar sem tekin voru djúpviðtöl við 8 stjórnendur ríkisstofnana jafnt sem Reykjavíkurborgar, sem hafa setið ofarlega og neðarlega í Stofnun ársins. Var það gert til að fá innsýn og samanburð í markaðs og mannauðsstarf sem þar er unnið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að innri markaðssetning geti haft áhrif á útkomu í vali á Stofnun ársins. Þær stofnanir sem rætt var við og hafa setið ofarlega í Stofnun ársins virðast leggja meiri áherslu á mannauðsmiðun og verkefni innri markaðssetningar. Meirihluti þeirra stofnana sem hafa setið ofarlega í Stofnun ársins vinna ómarkvisst eftir verkefnum innri markaðssetningar. Á meðan að þær stofnanir sem hafa setið neðarlega í Stofnun ársins fara síður eftir verkefnum innri
  markaðssetningar.

Styrktaraðili: 
 • Starfsmannafélag Reykjavíkur, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Háskóli Íslands.
Samþykkt: 
 • 10.9.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð - loka eintak.pdf955.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SFjolnota_K18090713460.pdf250.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF