Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31763
Í þessari ritgerð er fjallað um orsakir og afleiðingar harðindaáranna 1859-1862. Þau ár voru með þeim verstu á 19. öldinni. Slæmt tíðarfar og fjárkláðasýki olli því að sauðfjárstofn landsmanna minnkaði töluvert á landinu með slæmum afleiðingum fyrir bændur. Aflaleysi leiddi einnig til þess að samdráttur varð í sjávarútvegi víðsvegar um landið. Skaðinn sem af þessum aðstæðum skapaðist lýsti sér í hungursneyð, mannfalli og fólksfækkun Hér verður greint frá bágum aðstæðum þjóðarinnar bæði með því að rýna í vitnisburð þeirra sem lifðu þessi ár og í tölur yfir mannfall, fæðingartíðni og sauðfjártölu. Könnuð verða viðbrögð stjórnvalda sem og almennings við þeim áföllum sem dundu yfir. Auk þess verður gerð grein fyrir einni af veigameiri afleiðingum þessara harðindaára sem voru Brasilíuferðir Íslendinga á sjöunda. áratug 19. aldar. Sá búferlaflutningur landsmanna var fyrirrennari hinna miklu flutninga til Kanada og Bandaríkjanna síðar á öldinni.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að fjárfellir vegna fjárkláðans auk uppskerubrests vegna slæms veðurfars og aflaleysis hafi leitt til hungursneyðar sem hafði þær afleiðingar að á þeim árum sem fjallað er um fór fæðingum fækkandi frá árunum á undan og varð mannfall með því
hæsta á öldinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Harðindaárin 1859-1862 LOKAÚTGÁFA.pdf | 643,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing JT.pdf | 205,54 kB | Lokaður |