Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31766
Í ritgerð þessari er samfélagsleg gagnrýni í kvikmynd Asghar Farhadis, Aðskilnaður, skoðuð með hliðsjón af eyðuhugtakinu eins og það er skilgreint af Wolfgang Iser. Færð verða rök fyrir að með því að beita eyðum með markvissum hætti í frásögn um mismunandi samfélagshópa í Íran og samskipti þeirra, skapi Farhadi túlkunarrými fyrir gagnrýni á íranskt samfélag og opni fyrir umræðu um valdamisvægi sem þar finnst. Leitast er við að nálgast eyðurnar í myndum Farhadis, hið ósagða og hálfkveðna, sjálfa margræðnina, og rök verða jafnframt færð fyrir því að það sé einmitt þar sem merkingarfræðilega miðju verkanna sé að finna, sem og djúpstæða samfélagsrýni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð.pdf | 5.75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
scan.pdf | 306.98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |