Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31767
Í ritgerð þessari verður fjallað um prestinn og skáldið Stefán Ólafsson í Vallanesi á Völlum. Rannsóknartímabilið er frá 1618 til 1688. Ritgerðin skiptist í þrjá megin kafla og í nokkra undirkafla. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður fjallað um fyrri hluta ævi Stefáns, þ.e. fæðingu hans, menntun í latínuskólanum í Skálholti og menntun hans og fræðistörf í Kaupmannahafnarháskóla. Fjallað verður sérstaklega um samskipti hans við Brynjólf Sveinsson biskup í Skálholti og Ole Worm.
Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað um síðari hluta ævi Stefáns, þ.e.a.s. þegar hann kemur heim frá Kaupmannahöfn og fær prestvígslu. Fjallað verður um veru hans í Vallanesi, fjölskyldu hans, veikindi og andlát.
Í þriðja kafla ritgerðarinnar og þeim síðasta verður fjallað um barokktímann og lærdómsöldina. Skáldskapur Stefáns verður skoðaður og þá hverskonar kvæði hann orti.
Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi:
• Hvernig var sambandi Brynjólfs Sigurðssonar og Stefáns háttað og hvað gæti hafa orsakað að Brynjólfur réði Stefáni frá Frakklandsförinni?
• Er hægt að líta á Stefán Ólafsson sem barokkskáld og fulltrúa þeirrar stefnu á Íslandi?
Í lok ritgerðarinnar leitast ég við að svara þessum spurningum og kemst ég að þeirri niðurstöðu að samband þeirra Stefáns og Brynjólfs var mjög sérstakt. Hefur Brynjólfur haft miklar mætur á Stefáni og hafa heilræði hans sennilega verið gefin með hans hag í huga. Það virðist hafa orði stirt á milli í kjölfar þessara heilræða og leiði ég líkur að hugsanlega hafi Stefán átt þar einhvern hlut að máli. Seinni rannsóknarspurningunni svara ég játandi, þ.e.a.s. það má líta á Stefáns sem barokkskáld og fulltrúa þeirrar stefnu á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Texti - ritgerðin PDF.pdf | 5,24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing BA.pdf | 48,72 kB | Lokaður | Yfirlýsing |