Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31772
Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvaða áhrif innreið Kínverja í Afríku hefur haft á mismunandi ríki heimsálfunnar með sérstakri áherslu á Sambíu; landlukt ríki í suðurhluta heimsálfunnar sem hefur átt í samskiptum við Alþýðulýðveldið Kína hvað lengst. Ritgerðin hefst á almennu yfirliti yfir tengsl Kína við Afríku í gegnum söguna, fyrst
með örstutta umfjöllun um sæferðir flotaforingjans Zheng He á fimmtándu öld, og síðar um samskipti Alþýðulýðveldisins Kína ýmis Afríkuríki, allt frá stofnun þess árið 1949 og fram að fyrstu áratugum 21. aldarinnar. TAZARA lestaleiðinni, sem var samstarfsverkefni Kína og sósíalísku ríkjanna Tansanía og Sambía í Kalda stríðinu, er svo gerð stuttlega skil og helstu stefnur sem Kínverjar mynduðu sér á þeim tíma varðandi milliríkjasamskipti og þróunaraðstoð útlistaðar. Opnunarstefnu Deng Xiaoping og þær gífurlegu breytingar sem Kína gekk í gegnum í kjölfar hennar er síðan lýst stuttlega út frá áhrifum þeirra á samskiptum Kínverja við Afríku, en einnig greinir kaflinn stuttlega frá fyrstu reynslur Kínverja af viðskiptum við önnur þróaðri ríki á borð við Japan. Helstu stefnur og markmið kínversku ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á FOCAC ráðstefnu árið 2006, eru svo teknar saman en kaflinn þar á eftir er almennt yfirlit yfir viðskiptum Kínverja í Afríku og helstu verkefnin sem þau hafa tekið að sér upp úr aldamótunum 2000. Síðasti kaflinn fjallar um starfsemi Kínverja í Sambíu, aðallega með tilliti til koparvinnslu í Koparbeltinu, og samskipti ríkjanna frá stofnun Sambíu
1964 en að lokum eru niðurstöður ritgerðarinnar svo teknar saman stuttlega.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Umsvif Kínverja í Afríku - lokaútgáfa.pdf | 1,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman yfirlýsing undirrituð.pdf | 11,83 kB | Lokaður | Yfirlýsing |