Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31776
Ritgerð þessari var ætlar að kanna hvort og hvernig afstaða íslenskra stjórnmálaflokka til EES-samningsins hafi breyst í áranna rás. Skoðaðar voru landsfundarályktanir flokkanna og einnig ræður, skýrslur og greinar eftir forystumenn þessara sömu flokka. Þá er farið yfir ákveðin álitamál er tengdust samþykkt samningsins, sér í lagi umsagnir lögspekinga sem voru sendar til Alþingis fyrir samþykkt hans á þinginu. Niðurstaða greiningarinnar á þessum þáttum er sú að íslenskir stjórnmálaflokkar eru með frekar fljótandi afstöðu til EES-samningsins, en engir af hefðbundnu flokkunum hafi beinlínis lagt til að Ísland gangi út úr samningnum um Evrópskt efnahagssvæði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerðSigurðurOrri2018.pdf | 1.12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Sigurður Yfirlýsing.pdf | 21.82 kB | Lokaður | Yfirlýsing |