is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31777

Titill: 
  • Markaðssetning bæjarfélaga: Hvað er vænlegast til árangurs þegar bæjarfélög fara í markaðsstarf með það fyrir augum að fjölga íbúum og efla byggð á staðnum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna hvað skiptir fólk mestu máli þegar farið er út í fasteignakaup eða þegar framtíðar búseta er valin og skoða hvort að bæjarfélög sem hafa það að markmiði að fjölga íbúum á svæðinu séu að nýta sér þau atriði við gerð markaðsherferða. Gerð var spurningakönnun sem varpa átti ljósi á mikilvægi hinna ýmsu þátta við val á búsetu. Skoðuð voru dæmi um markaðssetningu borga og bæjarfélaga bæði hér á landi og erlendis og reynt var að komast að því hvað sé vænlegast til árangurs. Helstu niðurstöður spurningakönnunarinnar voru þær að verð, gæði og staðsetning séu þau atriði sem skipta fólk mestu máli þegar húsnæði er valið. Ein helsta niðurstaðan varðandi markaðssetningu bæjarfélaga hérlendis er að ekki er horft til nógu margra atriða þegar reynt er að auka íbúafjölda bæjarins og efla byggð á staðnum. Einnig eru þær leiðir sem farnar eru í markaðssetningunni ekki nógu hnitmiðaðar og ekki er horft til nógu langs tíma. Nokkrum tillögum er kastað fram sem gætu verið leið að árangursríkari niðurstöðu fyrir bæjarfélög sem vilja vaxa og dafna. Mælt er með því að markaðsstarf sé unnið af fagmönnum í markaðsmálum og samstarf opinberra og einkaaðila á staðnum, í sátt við íbúa staðarins, sé besta leiðin til árangurs.

Samþykkt: 
  • 11.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðssetning bæjarfélaga - lokaskil.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna Guðjón.pdf41.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF