is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31778

Titill: 
  • Nýliðun hryðjuverkasamtaka: Samanburður á ISIS og Boko Haram
  • Titill er á ensku Terrorist Recruitment: The Examples of ISIS and Book Haram
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á hvernig nýliðun á sér stað innan hryðjuverkasamtakanna ISIS og Boko Haram. Nýliðun samtakanna og áróður þeirra er borinn saman. Samtökin eru lík að ýmsu leyti en þó eru þau jafnframt ólík á ýmsum sviðum. Fá hryðjuverkasamtök hafa komist með tærnar þar sem ISIS hefur hælana þegar kemur að notkun á samfélagsmiðlum. Sérstaklega er gerð grein fyrir því hvernig ISIS notar samfélagsmiðla til þess að dreifa boðskap sínum og áróðri og hvaða tækni samtökin beita til þess að laða til sín fylgjendur og nýliða. Þá verður einnig fjallað um hlutverk og nýliðun erlendra vígamanna sem og kvenna. Einnig verður gerð grein fyrir hlutverk og nýliðun kvenna hjá Boko Harm. Þá er sjónum beint að því hvernig margt innan Boko Haram tók stakkaskiptum eftir að hafa fyrst lýst yfir stuðningi sínum og seinna hollustu sinni við ISIS og Íslamska ríkið. Meðal annars hófu samtökin notkun á samfélagsmiðlum, sem opnaði ákveðna möguleika fyrir Boko Haram.

Samþykkt: 
  • 11.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31778


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Snæbjört.pdf680.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_ Snæbjört.pdf15.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF