is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31779

Titill: 
  • Konur, klækir og Krúnuleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Game of Thrones telst vera vinsælasta sjónvarpsþáttaröð sem litið hefur dagsins ljós. Þættirnir eru forvitnilegir í fræðilegu samhengi og mikið hefur fjallað um þá af fræðimönnum víða um heim. Sterkar kvenpersónur eru eitt af því sem einkennir þættina og mætti segja að þeir skeri sig nokkuð úr hvað það varðar. Í þessari ritgerð verður sagt frá átta atkvæðamiklum kvenpersónum í Game of Thrones og þær mátaðar við ýmis hugtök. Fyrst verða þær skoðaðar út frá kynjafræðinni þar sem þær eru m.a. greindar út frá hugtökunum mengandi og styðjandi kvenleiki. Því næst verða nokkrar þeirra skoðaðar út frá makkíavellísku sjónarhorni og þær mátaðar við hugmyndir Machiavellis um hvernig eigi að ná og halda völdum. Að lokum verður rætt um hugsanleg áhrif sjónvarpsþáttaraða á skoðanir og heimsmynd fólks og þá sérstaklega hvernig Game of Thrones kann að hafa eflt kvennabaráttuna sem er á miklu flugi um þessar mundir.

Samþykkt: 
  • 11.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31779


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd-ulfhildur.pdf459.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman.pdf.jpg175.68 kBLokaðurYfirlýsingJPG