is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3178

Titill: 
  • Áhrif ómótaðs efniviðar á ímyndunarleik fjögurra ára drengs með einhverfu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ímyndunarleikur er mikilvægur í þroskaferli barna en hann er talinn stuðla að bættri málnotkun, bættum hugrænum og félagslegum þroska. Einhverf börn eiga í erfiðleikum með að taka þátt í og hefja ímyndunarleik. Nokkrar aðferðir hafa verið þróaðar til þess að hafa áhrif á hæfni þeirra til ímyndunarleiks en fáar hafa lagt áherslu á umhverfisbreytingar í leikaðstæðum. Markmið þessarar rannsóknar var því að athuga hvort ómótaður efniviður hefði áhrif á tíðni ímyndunarleiks fjögurra ára drengs með ódæmigerða einhverfu. Ómótaður efniviður telst til þeirra hluta sem ekki gefa í skyn hvernig nota megi þá í leik, eins og pottar, prik eða púðar. Mótaður efniviður gefur hinsvegar skýrt til kynna hvernig nota megi hann við leik en kubbar, fígúrur og farartækjaleikföng teljast þar til. Tilraunaraðstæður voru settar upp í afmörkuðu leikrými í leikskólanum þar sem drengurinn lék sér í náttúrulegum leikaðstæðum og var leikhegðun hans tekin upp á myndband. Í grunnlínu var aðeins mótaður efniviður aðgengilegur í leikaðstæðum en inngrip fólst í að ómótuðum efnivið var bætt við aðstæðurnar. Áhrif inngripsins voru skoðuð með vendisniði (A-B-A reversal design). Mælitæki sem hannað hefur verið af Kristínu Guðmundsdóttur (2002) var notað til að mæla tíðni ímyndunarleikathafna. Helstu niðurstöður voru að ómótaður efniviður hafði ekki aukin áhrif á tíðni ímyndunarleiks, heldur virtist hann hafa truflandi áhrif á tíðni hans. Eftir að tíðni ímyndunarleikathafna varð stöðug í grunnlínu var inngrip innleitt. Við það lækkaði tíðni hegðunar snarlega og var í lágmarki þangað til snúið var aftur í grunnlínu, þá jókst tíðni hegðunar aftur. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að umhverfisbreytingar í formi aukins aðgangs að ómótuðum efnivið sé ekki árangursrík aðferð til þess að stuðla að bættum ímyndunarleik barna með einhverfu.

Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif ómótaðs efniviðar á ímyndunarleik fjögurra ára drengs með einhverfu.pdf740.27 kBOpinn"Áhrif ómótaðs efniviðar á ímyndunarleik fjögurra ára drengs með einhverfu"-heild PDFSkoða/Opna