is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31787

Titill: 
  • Ástæða endurkomu nemenda í frumgreinanám í Háskólann í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hver ástæða nemenda sem taka sér hlé frá námi er fyrir endurkomu í nám á frumgreinasviði hjá Háskólanum í Reykjavík. Skoðað var hvað varð til þess að þátttakendur ákváðu að snúa aftur til náms, hvort trú á eigin færni hafði áhrif á endurkomu til náms og hvort þátttakendur hefðu markmið og skuldbindingu til námsins. Einnig var fyrri upplifun og gengi nemenda í námi skoðað. Rannsóknin byggir á spurningalista sem lagður var fyrir 283 nemendur í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík, annars vegar skólaárið 2015-­‐2016 og hins vegar skólaárið 2017-­‐2018. Niðurstöður benda til þess að nemendur sem taka sér hlé frá námi snúi aftur til náms til að öðlast fleiri atvinnutækifæri. Nemendur höfðu almennt sett sér markmið með náminu, voru mjög ákveðnir að ljúka frumgreinanáminu og stefna á háskólanám eftir fumgreinanámið. Endurkomu nemendur höfðu almennt trú á eigin færni í frumgreinanáminu og töldu sig vel undirbúna námslega undir námið. Í heildina má segja að nemendur sem tóku sér hlé frá námi og snéru svo aftur til náms á frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík mátu það svo að með háskólamenntun öðluðust þeir fleiri atvinnutækifæri.

Samþykkt: 
  • 11.9.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð.pdf316.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf28.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF