is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3179

Titill: 
  • Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingurinn verður fyrir áhrifum af þeim áreitum sem hann mætir í daglegu lífi, ýmist meðvitað eða ómeðvitað. Birtingaráhrif eru þau áhrif sem fram koma þegar að einstaklingur verður fyrir ítrekaðri birtingu áreita og þær birtingar hafa áhrif á hegðun hans og viðhorf. Það gerist með þeim hætti að mat einstaklings á áreitinu breytist, yfirleitt til hins betra. Þessi áhrif eru einstaklingnum nauðsynleg til að lifa af. Einnig er gott að vera meðvitaður um þau þar sem þau eru mikið notuð í markaðssetningu varnings. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 55 nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þeir voru á aldrinum 16-22 ára og meðalaldur þeirra 18,3 ár. Þátttakendur voru 26 karlar og 29 konur.Í þessari rannsókn var tilgangurinn að skoða birtingaráhrif og reyna að hafa áhrif á viðhorf þátttakenda til andlitsmynda með ítrekaðri birtingu. Tilgangurinn var einnig að kanna hvort birtingaráhrif skýri hvernig þátttakendur meti andlitsmyndirnar á mælitækinu. Tilgátur rannsóknarinnar voru þrjár, að andlitsmyndir sem birtar eru þátttakendum ítrekað fái fleiri stig á Likert kvarða, að munur sé á mati þátttakenda eftir kyni þeirra og hvort andlitsmyndirnar á mælitækinu fái misjöfn stig eftir því hvort kona eða karl er á mynd mælitækisins. Rannsóknin fór fram í tveimur hlutum, sá fyrri fólst í ítrekaðri birtingu áreitanna og sá seinni var fólst í mati þátttakenda á myndum mælitækisins. Áreitin voru í formi fjögurra svarthvítra andlitsmynda sem héngu á augljósum stað í menntaskólanum í fjórar vikur. Mælitækið sem hannað var af rannsakendum með hliðsjóna af mælitæki Zajonc (1968) innihélt 12 andlitsmyndir, þar með taldar þær sem notuð voru sem áreiti. Þátttakendur mátu viðkunnanleika þeirra sem voru á myndunum á sjö punkta Likert kvarða. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ekki fannst marktækur munur á því hvernig þátttakendur mátu inngripsmyndirnar samanborið við aðrar myndir mælitækisins. Ekki fannst marktækur munur á mati þátttakenda eftir kyni þeirra né virtist kyn þeirra sem voru á myndum mælitækisins skipta máli. Fyrri rannsóknir hafa þó sýnt að birtingaráhrif eru til. Í ljósi þess er nauðsynlegt að framkvæma frekari rannsóknir á þessum áhrifum með þessari tegund áreita.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda - Heild.PDF2.3 MBLokaður"Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda" - heildPDF
Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda - Efnisyfirlit.PDF73.73 kBOpinn"Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda" - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda - Heimildaskrá.PDF73.31 kBOpinn"Ómeðvituð birtingaráhrif andlitsmynda" - heimildaskráPDFSkoða/Opna